Lög félagsins


1. Félagið heitir LÍFSVERND. Lífsvernd er rómverskt kaþólskt lífsverndarfélag. Bæði kaþólskum og þeim sem eru ekki kaþólskir er velkomið að ganga í félagið.

2. Tilgangur félagsins er að vinna að því að réttur til lífs sé hafður í hávegum á öllum stigum lífs frá getnaði til náttúrulegs dauða. Sérstaklega er áhersla lögð á að öllum fóstureyðingum verði hætt.

3. Tilgangi sínum hyggst félagið ná með

 • reglulegum bænum,
 • að vekja athygli á ógnum við öll stig lífsins, sérstaklega hina ófæddu, hina sjúku og hina öldruðu.
 • að hvetja stjórnmálamenn til að breyta lögunum.
  4. Stjórn félagsins skal skipuð að lágmarki 3 kosnum félagsmönnum, þ.e. formanni, ritara, gjaldkera; ásamt sálgæslumanni félagsins sem þarf að vera kaþólskur prestur.

  • Þessir 3 kosnu stjórnarmenn eru kosnir til eins árs á árlegum aðalfundi.
  • æskilegt er að einnig séu varaformaður, aðstoðarritari og aðstoðargjaldkeri sem eru skipaðir af sálgæslumanni félagsins á hvaða tíma sem er.
  • Aðrir meðstjórnendur geta verið allt að 5 og eru einnig skipaðir af sálgæslumanni félagsins; Þar með geta verið mest 12 stjórnarmenn samtals
  • Stjórnin skal koma saman að lágmarki 4 sinnum á ári eða þegar formaður boðar til stjórnarfunda.
  • Dagleg umsjón félagsins er í höndum formanns stjórnar.

  5. Á árlegum aðalfundi félagsins skal stjórn gera grein fyrir árangri liðins árs.

  • Aðeins félagsmenn sem hafa greitt árgjald mega greiða atkvæði á aðalfundi.
  • Aðalfund skal auglýsa með minnst 3 vikna fyrirvara og skal koma fram hvort til standa einhverjar breytingar á lögum félagsins.

  6. Árgjald félagsins er 1000 kr. og má það innheimtast á aðalfundi eða með gíro-seðli.

  7. Hagnaði félagsins skal varið til að vinna málefnum félagsins lið.

  8. Ákvörðun um slit félagsins verður tekin á aðalfundi með atkvæðum tveggja þriðju hluta félaga og renna þá eigur félagsins til Kaþólsku kirkjunnar.

  9. Grundvallarregla okkar er: Félagsmenn telja að ófædd börn hafi ófrávíkjanlegan rétt til lífs frá getnaði og að alls engar kringumstæður réttlæti beina fóstureyðingu. Þeir sem eru sammála þessari grundvallarreglu geta gerst meðlimir í félaginu ef stjórn félagsins samþykkir aðild.

  10. Fósturdauði sem verður vegna læknisaðgerðar sem ekki er beint að fóstrinu sjálfu er ekki talin bein fóstureyðing. Það á til dæmis við um brottnám eggjaleiðara með utanlegsfóstri.

  11. Félagsmenn geta ekki lýst opinberlega yfir skoðunum sem eru andstæðar grundvallarreglu félagsins og jafnframt verið áfram meðlimir í LÍFSVERND. Ef það er gert skoðast það sem sjálfkrafa úrsögn úr félaginu.

  12. Ekki má lýsa skoðunum í nafni félagsins sem eru andstæðar einhverjum kenningum Kaþólsku kirkjunnar eða hvetja til þess í nafni félagsins að einhverjar reglur kirkjunnar í siðferðismálum séu brotnar. Þetta á til dæmis við um notkun getnaðarvarna.

  13. öðrum lífsverndarmönnum skal sýndur stuðningur og hvatning þótt þeir séu ekki félagar í LÍFSVERND eða þótt þeir séu ekki sammála grundvallarreglu félagsins.

  14. öllum lagabreytingum sem takmarka fóstureyðingar er fagnað þótt þær gangi ekki eins langt og félagið stefnir að. Félagið má þó ekki gera þær að markmiði sínu. Markmiðið verður alltaf að vera að öllum fóstureyðingum verði hætt.

  15. Félagsmenn eru hvattir til að ganga ávallt með barmmerkið “Dýrmætir fætur” sem er alþjóðlegt barmmerki lífsverndarsamtaka. Félagsmenn eru einnig hvattir til að fara með eftirfarandi bæn fyrir öllum ófæddum börnum daglega:

  Himneski Faðir!
  Við biðjum fyrir þeim ófæddu börnum sem með fóstureyðingu er ætlað að láta líf sitt í þessari viku.
  Bjarga þeim frá dauða.
  Breyttu viðhorfum foreldranna og gefðu þeim nýja von, svo að ekki komi til þessa örvæntingarfulla verknaðar.
  Teldu hughvarf þeim sem framkvæma fóstureyðingar.
  Kenndu okkur hvernig bregðast skuli við þessum blóðsúthellingum meðal okkar.
  Þess biðjum við fyrir son þinn Jesú Krist. Amen.

  16. Ofangreind lög LÍFSVERNDAR hafa hlotið samþykki biskups Kaþólska biskupsdæmisins á Íslandi. Hann þarf að samþykkja allar breytingar á þessum lögum til þess að þær geta tekið gildi.

  17. Þessi lög félagsins hafa verið samþykkt á stofnfundi félagsins, haldinn í safnaðarheimili Maríukirkju, Raufarseli 8, Reykjavík, þann 23. apríl 2004 og samþykkt af Jóhannesi Mattíasi Gijsen, biskup, þann 24. apríl 2004.

  Breytingar og viðbætur við þessi lög voru samþykktar á aðalfundi félagsins þann 3. mars 2008

  Lög félagsins á ensku

  Auglýsingar
%d bloggurum líkar þetta: