Að sigra ímyndunarstríðið

Eftir Rev. Frank A. Pavone

Í baráttunni fyrir að koma aftur á vernd fyrir ófædda bræður okkar og systur, er á margan hátt barist með orðum, og miklu átaki hefur verið varið í lífsverndarhreyfingunni til þess að kenna fólki hvernig á að sigra orðastríð og rökræður. Það eru, þegar allt kemur til alls, takmarkað magn slagorða og raka sem verjendur fóstureyðinga nota, og hvert einasta þeirra er auðvelt að hrekja með þeim sannleika sem má finna í lífsverndar málflutninginum. Í raun er ekki hægt að verja dráp á litlum börnum með neinum haldbærum rökum.

Verjendur fóstureyðinga hafa reyndar vitað þetta all lengi, og þess vegna hafa þeir sótt fram með krafti ímynda til þess að biðla til tilfinninga áheyrenda og yfirgnæfa rökhugsunina. Kraftur ímynda er mikill. Áhrif þeirra eru ljós ef þú rannsakar viðhorf Bandaríkjamanna til fóstureyðinga. Árið 1992 gerði Command Research skoðanakönnun til dæmis. 73 prósent fullyrti að fóstur væri mannlegt barn og að “það væri rangt að drepa”. Nærri þrír fjórðu hlutar þessa sama fólks sagði hinsvegar að þjóðfélagið ætti ekki að hafa neitt með það að segja hvort kona mætti að fara í fóstureyðingu eða ekki. Hvað veldur þessari klofnu hugsun? Hvernig getur einhver sagt að þjóðfélagið mætti ekki gera neitt til að stöðva dráp á mannlegum börnum sem það viðurkennir að sé rangt? Svarið liggur að hluta til í tilfinningakrafti ímynda sem eru bornar fram fyrir almenning af fóstureyðingarsinnum.

En fóstureyðingarsinnar hafa ekki einkarétt á þessum krafti. Við getum notað hann á jafn áhrifaríkan hátt. Þótt við höfum yfirhöndina á sviði rökhugsunar er ekki þar með sagt að við þurfum að einskorða okkur við að nota hana eingöngu. Þótt við höfum sterkari rök okkar megin, réttlætir það ekki að hunsa aðrar aðferðir til þess að sannfæra almenning. Rökhugsun þarf að nota en rökhugsun er ekki nóg. Við lifum í þjóðfélagi þar sem fólk eyðir meiri tíma í að soga í sig ímyndir en að hugsa. Mannleg rökhugsun er eins og lítill bátur sem kastast um á óveðurssjó.

Það eru fjögur meginsvið ímynda sem lífsverndar hreyfingin þarf að hafa áhyggjur af. Það fyrsta er nokkuð auðvelt viðureignar en hin þrjú þurfa meiri vinnu. Þessi fjögur eru ímynd ófædda barnsins, ímynd móðurinnar bæði fyrir og eftir fóstureyðingu, ímynd læknisins sem framkvæmir fóstureyðinguna, og ímynd lífsverndarhreyfingarinnar sjálfrar. Við skulum rannsaka hvað verjendur fóstureyðinga hafa gert á þessum sviðum og hvað lífsverndarhreyfingin hefur gert og getur gert í framtíðinni.

Ófædda barnið

Ein af aðalástæðum þess að fóstureyðingar halda áfram er að fórnarlambið er óséð. Sú staðreynd að þau sjást ekki lætur þau virðast óraunveruleg. Bæði mannleiki ófædda barnsins og ofbeldi fóstureyðingar eru raunveruleiki sem flest fólk sér ekki. En samt eru þessi börn ekki algerlega óséð. Því meir sem læknavísindum miðar áfram, því sýnilegri verða þau. Ómskoðun hefur þróast að slíkri fullkomnun að hægt er að ná mjög skörpum myndum sem hægt að nota sem grunn að skurðaðgerðum á ófæddu barni.

Lífsverndarhreyfingunni hefur tekist vel að færa almenningi ímynd ófædds barns. Þetta skýrir að hluta viðurkenningu meirihluta Bandaríkjamanna á því að fóstur er mannlegt barn. Verjendur fóstureyðinga hafa brugðist við þessari ímynd í grundvallaratriðum á tvo vegu. Í fyrsta lagi með því að reyna að halda henni ósýnilegri, tala aldrei um hana, jafnvel kalla hana móðgandi. En þegar ímynd nýrra meðlima af tegund manns er kölluð móðgandi verður maður að efast um annað hvort andlegt heilbrigði eða sjálfsbjörg tegundarinnar. Hin tegund viðbragða við ímynd barnsins er að segja sem svo: “Og hvað með það? Við vitum að það er mannlegt en stundum á maður rétt á að drepa” Slíkar yfirlýsingar er hins vegar ekki hægt að bera fram án þess að nota einhverjar af ímyndunum sem eru lýst hér að neðan.

önnur hlið myndrænna framsetninga á ófæddu barni er ímynd barnsins sem hefur verið eytt með fóstureyðingu. Slík ímynd mun hafa mismunandi áhrif á mismunandi fólk. Ég hef séð nóg af dæmum um iðrun sem slíkar myndir hafa framkallað til þess að vera sannfærður um að það er mjög gagnlegt. Það eru lögmál sem stjórna hvernig slíkt efni er borið fram. Aðalatriðið er að engin orð geta lýst nógu vel hryllingi fóstureyðinga. Það á einnig við í kringumstæðum eins og hungursneyð eða handahófskenndri tortýmingu mannslífa af öðrum orsökum. Fólk getur ekki náð því stigi hneykslunar sem þarf til að fá það til að bregðast við, fyrr en það sér raunverulega grimmdarverkið.

Lífsverndarhreyfingin þarf að halda áfram að sýna ímynd barnsins í móðurkviði, annað hvort með myndum eins og talað er um hér að ofan, eða með einföldum hlutum eins og barmmerkinu Dýrmætu Fótum. Flestir sem sjá þetta merki eru hissa á sjá hversu barn er svo fullkomlega skapað aðeins 10 vikum eftir getnað. (Ef þeir trúa því ekki, bjóddu þeim þá að fara á bókasafnið)

Raunveruleiki fórnarlambs fóstureyðingar er líka túlkað á áhrifaríkan hátt með því eftirlifendur fóstureyðingar tali um það. Þeim fjölgar stöðugt sem var áætlað að var að láta eyða en lifðu af, annað hvort vegna þess að fóstureyðingin misheppnaðist eða vegna þess að móðirin skipti um skoðun á síðustu stundu. Sarah Smith, til dæmis. Tvíburabróður hennar var eytt eins og fór næstum fyrir henni. “Val móður minnar var dauðadómur minn” segir hún. Sarah og aðrir líkir henni setja andlit sitt á fóstureyðingu, andlit sem almenningu þarf að sjá.

 

Móðirin

Fyrir fóstureyðingu.

Svið þar sem þörf er á miklu meiri vinnu til þess að túlka nákvæma ímynd af konunni sem leitar fóstureyðingar. Frederica Mathewes-Green, sem hefur gert ýtarlega rannsókn á konum sem kjósa fóstureyðingu, hefur sagt að slík kona velur ekki fóstureyðingu eins og hún myndi velja að kaupa sér Porsche eða ís, heldur frekar eins og dýr sem er fast í gildru og velur að naga af sér fótinn.

Raunveruleiki sársauka, ringulreiðar, ótta og örvæntingar konunar sem fær fóstureyðingu er lýst í bók Mathewes-Green: Real Choices, einnig í þúsundum vitnisburða sem hefur verið safnað af the Elliott Institute í Springfield, Illinois.

Ímyndin sem margir hafa af konunni sem velur það sem hún vill og veit hvað hún er að velja er algerlega frábrugðin raunveruleikanum. Í einum af vitnisburðinum sem ég hef fengið, til dæmis, segir konan að á meðan hún sat í biðstofunni í fóstureyðingarstöðinni var hún að bíða eftir einhverjum að segja henni að gera það ekki. önnur kona, en ég hef verið þeirrar gæfu aðnjótandi að hafa skírt barn hennar, var líka í biðstofunni, en þegar hún sá lífsverndarfólkið biðjandi fyrir utan stöðina skipti hún um skoðun og fór út. Ennfremur hef ég séð ungar konur bókstaflega dregnar inn í fóstureyðingarstöðvar af feðrum þeirra, mæðrum og kærustum. Staðreyndin er sú, að flestar konur fara ekki í gegn um fóstureyðingar vegna frjáls vals. Þær fara í gegn um þær vegna þess að þeim finnst þær hafa ekkert frelsi og ekkert val. Ein skoðanakönnun á konum sem ég hef undir höndum, sýnir að 63% þeirra fannst að aðrir hafa þröngvað sér til að fara í fóstureyðingu, og 74% þeirra fannst sem kringumstæðurnar hafa þröngvað þeim til þess. Sú ímynd og vitnisburður konu sem er undir þvílíkum þrýstingi að hún lætur drepa sitt eigið barn er varla ímyndin sem er kölluð fram í hugann með slagorðinu “frelsi til að velja”.

Almenningur þarf að finna það sem þessar konur finna, og heyra þær bera vitni um þá staðreynd að fóstureyðingarsaga Bandaríkjanna er saga þrældóms en ekki frelsis. Vitnisburður slíkra kvenna á almennum vettfangi og í gegn um prentmiðla, er ein leið til að koma þeim tilfinningum til skila.

Eftir fóstureyðingu.

Sú yfirgnæfandi ímynd sem fóstureyðingarsinnar nota til að túlka konuna sem hefur farið í fóstureyðingu er sú sem nú er “frjáls til að móta sitt eigið líf”, og sú sem hefur “fengið lausn sinna vandamála.” Aftur er þetta ímynd sem hefur engin tengsl við raunveruleikann. Þetta virðir að vettugi þá staðreynd að fóstureyðing er áfall, leysir ekkert og færir með sér heilmikið af vandamálum sem fylgja manneskjunni til æviloka.

Árið 1992 var National Women’s Coalition for Life stofnað. Þetta eru regnhlífarsamtök fjórtán lífsverndarsamtaka. Mörg þeirra einbeita sér sérstaklega að vandamálum eftir fóstureyðingu. Eftir því sem fleiri fara í fóstureyðingu, læra fleiri af biturri reynslu um sársaukann sem henni fylgir. Samt eru þessar konur ákveðnar í að láta ekki þennan sársauka verða til einskis. Þær tala opinskátt um martraðirnar, missi sjálfsálits, slitin sambönd, líkamlegu vandkvæðin og aðrar birtingarmyndir eyðileggingarinnar sem fylgir fóstureyðingu. Að gefa þessum konum rödd og leyfa boðskap þeirra að ná til eins margra og hægt er, er öflugt móteitur við ímynd fóstureyðingar sem lausn eða einhverskonar hagur fyrir konur.

Þeir sem útvega fóstureyðingar

Sterkasta ímyndin af þeim sem útvega fóstureyðingar er sú af brjóstgóðum mönnum og konum sem útvega vel metna læknisþjónustu í hreinlegum og vandlega stjórnuðum (vegna lögleiðingar!) læknastofum. Ekki aðeins eru þeir samúðarfullir, segir ímyndin ennfremur, heldur eru þeir jafnvel hetjulegir, þar sem þeir framkvæma þessa þjónustu þrátt fyrir gagnrýni þeirra sem eru gegn fóstureyðingu.

Það eru tvö sterk móteitur við þessari fölsku ímynd.

Eitt er vitnisburður þeirra sem hafa unnið í fóstureyðingar iðnaðinum og gera það ekki lengur. Ég þekki mörg þeirra persónulega. Sum þeirra tala opinberlega; hundruðir þeirra gera það ekki. Þeirra sögur þurfa að ná hlustum manna, því þær lýsa hatrinu sem svo margir útvegendur fóstureyðingar bera til kvenna. Einn vinur minn lýsti því hvernig maður sem framkvæmdi fóstureyðingar og hún vann með, notaði viljandi aðferð sem hafði meiri sársauka í för með sér af því að “hann sagðist njóta þess að láta konur þjást”. Mynd- og hljóðsnældur af slíkum vitnisburðum er fáanlegur. (Skoðið endi þessarar greinar til að finna upplýsingar um hvernig er hægt að hafa samband við Priests for Life.)

Annað sterkt áhald er bókin Lime 5, sem segir frá staðföstum dæmum um hvernig fóstureyðingariðnaðurinn blekkir, skaðar líkamlega, misnotar kynferðislega og drepur konur í svo kallaðri öruggum og löglegum fóstureyðingarstöðvum. Fyrir utan rökvilluna um að það sem sé löglegt hljóti að vera siðferðislega rétt, er líka um að ræða banvæna rökvillu um að það sem sé löglegt hljóti að vera öruggt. Ímyndin sem slagorðið “örugg og lögleg fóstureyðing” fær menn til að finnast að af því að það sé löglegt þá sé það öruggt. En lestur á Lime 5 sannar að eitt fylgir ekki hinu. Þegar þeir sem eru ekki læknar, þykjast vera læknar í fóstureyðingarstöðvum, og þegar þessar stöðvar sótthreinsa ekki einu sinni áhöldin, þá er tími til að hreinsa til. Útvegendur fóstureyðinga hafa alvarlegt ímyndunarvandamál: það er alltof gott. (Hafið samband við Priests for Life til þess að fá upplýsingar um hvernig er hægt að fá þessa bók.)

 

Lífsverndarhreyfingin

Lokasviðið þar sem sannri ímynd þarf að vera varpað, er hjá lífsverndarhreyfingunni sjálfri.

Þessi hreyfing fyrir að vernda hina yngstu meðlimi mannlegrar fjölskyldu er stærsta, ósérhlífnasta og friðsamasta grasrótarhreyfingin í sögu Bandaríkjanna. Meirihluti fólks, tíma, krafts og fjármagns þessarar hreyfingar er beint í að gefa valmöguleika á móti fóstureyðingu. Án launa og án vinsælda, fólk úr öllum stéttum taka slíkar konur inn á heimili sín, veita þeim vináttu og viðurkenningu, borga lækniskostnað þeirra, útvega þeim atvinnu og veita þeim sjálfstraust til að verða góðar mæður. Miðstöðvar sem aðstoða þungaðar konur í kreppum eru í raun fleiri en fóstureyðingarstöðvar í Bandaríkjunum. Þetta er hreyfing sem elskar hluta af mannkyninu en sá hluti getur ekki endurgoldið þá ást eða þakkað fyrir hana. Jafnvel ekki viðurkennt hana. Ennfremur er þetta ekki hreyfing sem segir: “Elskið barnið og gleymið móðurinni.” Frekar, er þetta hreyfing sem segir í orði og verki: “Af hverju getum við ekki elska þau bæði?”

Berið þennan raunveruleika saman við ímyndina sem svo oft er máluð upp af lífsverndarhreyfingunni: tillitslaus jaðarhreyfing sem er hneigð til ofbeldis og að svifta konur löglegum rétti sínum.

 

Niðurstaða

Ímyndir eru öflugar. Þær skera úr um hvað sé raunverulegt fyrir fólk, sérstaklega ef þær koma út úr rafmagnskassa, sem við köllum sjónvarp. En þegar það kemur að fóstureyðingu, konunni sem fær hana, þeim sem útvega hana og þeim sem berjast gegn henni, þá eru þessar ímyndir í andstöðu við raunveruleikann. Lífsverndarhreyfingin hefur sýnt að hún getur unnið rökræður um siðferði fóstureyðinga. En hinsvegar, til þess að stöðva fóstureyðingar, verður hún líka að vinna ímyndunarstríðið. Hún hefur þessi áhöld sem ég nefndi hér á undan. Nú liggur verkefnið fyrir okkur að nota þessi áhöld daglega og á snjallan hátt, hvort sem er í fjölmiðlum eða í samræðum við nágranna. Þegar við höfum náð því markmiði, sannast það enn og aftur að sannleikurinn frelsar okkur.

 


©Frank A. Pavone
Upprunalega greinin á ensku

 


 

Priests For LifePriests for Life
PO Box 141172
Staten Island, NY 10314
Tel.             888-PFL-3448      ,             (718) 980-4400
Fax 718-980-6515
Email mail@priestsforlife.org

Gerist ákrifendur að greinum Fr. Frank um lífsverndarmál, sem kemur út á hálfs mánaðar fresti:subscribe@priestsforlife.org

Auglýsingar
%d bloggurum líkar þetta: