Afstaða Stjórnmálaflokka til fóstureyðinga


Stjórnmálaflokkar sem buðu fram til alþingiskosninga árið 2007 voru spurðir eftirfarandi 5 spurninga:

  • Finnst ykkur að líf ófædds fósturs sé alltaf jafn heilagt og líf fæddra barna, þ.e að það megi ekki aflífa það með fóstureyðingu?
  • Finnst ykkur að líf ófædds fósturs eigi að vernda ef líf móður stafar ekki hætta af meðgöngu? (þ.e. þá að ekki eigi að leyfa að það sé aflífað með fóstureyðingu)
  • Finnst ykkur rangt að ófædd fóstur séu aflífuð með fóstureyðingu ef þau greinast með galla, svo sem Down syndrome?
  • Finnst ykkur rangt að ófædd fóstur séu aflífuð með fóstureyðingu ef móðirin gefur „félagslegar ástæður“ fyrir vilja sínum til þess?
  • Ef svar við einhverjum spurningum hér að ofan er jákvætt: Eruð þið tilbúin til að reyna að fá breytingum framgengt í þessu efni?
Spurning: Sjálf-stæðis-flokkur Sam-fylkingin Fram-sóknar-flokkur Vinstri grænir Frjáls-lyndi flokkur Íslands-hreyfingin
1 Nei Nei Nei Nei Svaraði ekki Nei
2 Nei Nei Nei Nei Svaraði ekki Nei
3 Nei Nei Nei Nei Svaraði ekki Nei
4 Nei Nei Nei Nei Svaraði ekki Nei
5 Nei Nei Nei Nei Svaraði ekki Nei

 

Pro Life einkunn stjórnmálaflokkana, byggt á ofangreindum svörum:
Sjálfstæðisflokkur 0% Árni Helgason hjá Sjálfstæðísflokknum sendi þetta svar fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins:

„Svör Sjálfstæðisflokksins við þessum spurningum eru þau að ekki standi til að gera breytingar á núgildandi löggjöf um fóstureyðingar. Svörin við þessum spurningum er því þannig að við svörum þeim öllum neitandi.“

Geir H. Haarde, formanni flokksins, voru líka sendar þessar spurningar, en hann svaraði þeim ekki.

Samfylkingin 0% Ekkert formlegt svar barst frá Samfylkingunni en Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar sendi svar sem virtist vera hennar svör frekar en svör Samfylkingarinnar sem flokks. Hún vildi ekki svara spurningunum beint en sagði þetta meðal annars:

„…Inngrip í meðgöngu á fyrstu þremur mánuðum hennar er ekki aflífun vegna þess að ekki er um sjálfstætt líf að ræða…“

Þrátt fyrir beiðnar um formleg svör við spurningunum gaf hún ekki frekari svör, og engin önnur svör komu frá Samfylkingunni.

Framsóknarflokkur

0% Sigfús Ingi Sigfússon, framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins gaf svör fyrir hönd Framsóknarflokksins, þar sem hann sagði helst:

„Framsóknarflokkurinn hefur stutt núverandi lög um fóstureyðingar nr. 25/1975 …Við erum því ekki tilbúin að leggja frekari hömlur á fóstureyðingar en nú eru í gildi.“

Jón Sigurðsson, formaður flokksins, sendi ennfremur sitt persónulega svar þar sem hann sagði meðal annars:

„…helgunin og verndin eigi fyrst og fremst við þegar fóstrið hefur náð þeim þroska að það gæti dregið andann, gæti lifað og þroskast utan móðurkviðar sjálft…“

Vinstri grænir 0% Drífa Snædal, framkvæmdastýra Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, sendi svar fyrir hönd Vinstri græna, þar sem hún sagði helst:

„Vinstrihreyfingin – grænt framboð nálgast málin frá sjónarhorni kvenna, yfirráðarétti þeirra yfir eigin líkama … og höfum ekki lagt til breytingar á lögum um fóstureyðingar.“

Steingrími J. Sigfússyni, formanni flokksins, voru líka sendar þessar spurningar, en hann svaraði þeim ekki.

Frjálslyndi flokkurinn Svaraði ekki Magnús Þór Hafsteinsson, varaformaður Frjálslynda flokksins sendi svar þetta fyrir hönd flokksins:

„Það er rosalega mikið að gera í kosningabaráttu og erfitt að finna tíma fyrir svona erindi núna. En við skulum reyna. „

Frekari svör hafa ekki fengist enn, en við bíðum og vonum að einn stjórnmálaflokkur að minnsta kosti hafa þor og dug til að hafa aðra stefnu en hinir.Guðjóni Arnari Kristjánssyni, formanni flokksins, voru líka sendar þessar spurningar, en hann svaraði þeim ekki.

Íslandshreyfingin 0% Margrét Sverrisdóttir, varaformaður Íslandshreyfingarinnar, sendi svör fyrir hönd flokksins. Því miður voru svörin neitandi við öllum spurningunum. Við síðustu spurningunni segir hún helst:

„Íslandshreyfingin telur þessi mál vera í réttum farvegi eins og þau eru í dag, þ.e. móðir getur fengið fóstureyðingu vegna félagslegra aðstæðna, það má aflífa fóstur ef gallar greinast…“

Ómari Ragnarssyni, formanni flokksins, voru líka sendar þessar spurningar, en hann svaraði þeim ekki.

Auglýsingar
%d bloggurum líkar þetta: