“Dýrmætir Fætur”


Eftir Steve Clifford

Hvern einasta dag göngum við hjónin með lítið barmmerki sem kallast “Dýrmætir Fætur” sem vitnisburð um helgi lífsins. Kannske hefur þú séð einhvern sem gengur með þetta merki og velt fyrir þér hvað það sé. Ég vil nota þetta tækifæri til að útskýra mikilvægi “Dýrmætu Fótanna” og hvers vegna þetta merki er svo mikilvægt mér.

“Dýrmætir Fætur” barmmerkið er nákvæm stærð og lögum á fótum ófædds barns aðeins tíu vikum eftir getnað. Flest fólk hefur ekki hugmynd um hversu vel þroskað ófætt barn er á þessu stigi í lífi hans eða hennar. Jafnvel áður en frjóvgað eggið festist í legi móðurinnar, um það bil 5-9 dögum eftir getnað, er kyn þessa nýja lífs ákveðið. Aðeins 24 dögum eftir getnað er fósturvísirinn með reglulegan hjartslátt og púls (sem er löglegur vitnisburður lífs). Sex vikum eftir getnað fær móðirin fyrstu líkamlegu merki þess að hún sé þunguð og þungunarpróf verður marktækt. Á þessum tíma er ófædda barnið með fullkomna beinagrind, heilabylgjur verða mælanlegar og taugaviðbrögð eru til staðar. Átta vikna breytist læknisfræðilegt hugtak ófædda barnsins úr fósturvísi í fóstur. öll líffæri, eins og magi, lifur, nýru og heili eru starfandi á þessum tímapunkti. Það er alveg stórkostlegt að hugleiða hversu fallegur þessi þroski lífsins er, sem hann verður í hlýju og öruggi móðurkviðar. Það eina sem þarf frá því augnabliki þegar getnaður verðu þar til fullum þroska er náð, um 23 ára aldur, er næring og tími.

Raunveruleiki þess hversu dýrmætt þetta litla líf er hafði aldrei raunveruleg áhrif fyrr en það snerti mína eigin fjölskyldu. Þann 19. febrúar 1994, ákváðum við hjónin að hefja “andlega ættleiðingu” á ófæddu barni sem einhvers staðar í heiminum var í hættu að missa líf sitt. Við byrjuðum að fara með litla bæn á hverjum degi fyrir ættleiddu barni okkar og báðum Guð að vernda það og leyfa því að fæðast. Báðar dætur okkar voru uppvaxnar og farnar að heiman þegar þetta gerist. Caroline, eldri dóttir okkar bjó í Orlando og vann fyrir Disney teiknimyndir. Jenny, yngri dóttir okkar, hafði flutt til Texas þegar hún var sextán ára með kærasta sínum. Við báðum mikið fyrir henni líka, en það er önnur saga.

Nokkrum mánuðum síðar uppgötvuðum við að barnið sem við báðum fyrir var okkar eigin dóttur-dóttir, Emily. Áður en við vissum jafnvel að Jenny væri þunguð, höfðum við næstum misst Emily þrisvar sinnum.

Fyrsta skiptið sem Emily var í lífshættu var um það bil fimm til níu dögum eftir að hún var getin. Jenny var að nota getnaðarvarnar pillu á þeim tíma. “Pillan” er raunverulega fóstureyðandi, í þeirri merkingu að hún skapar óvinveitt umhverfi sem kemur í veg fyrir að frjóvgað eggið getur fests við veggi legsins. Ólíkt getnaðarvörnum, sem koma í veg fyrir sameiningu sæðis og eggjar, eru fóstureyðandi pillur að hafa áhrif á þroskandi mannveru, eftir að sæði og egg hefur verið sameinað. Einhvernvegin tókst Emily að lifa af þessar aðstæður og festi sig í kvið móður sinnar.

Þann fyrsta apríl 1994 fór Jenny og kærastinn hennar til Planned Parenthood til að sannreyna það sem þungunarprófið heima hafði gefið til kynna þegar hún hafði misst úr tíðir. Fóstureyðing var aldrei valkostur fyrir Jenny, en þegar rannsókn leiddi í ljós að hún væri þunguð, varð fólkið hjá Planned Parenthood mjög ákveðið í að hjálpa Jenny að “laga” vandamál hennar. Það má lesa um reynslu Jennyar af Planned Parenthood með því að smella hérna. Ef það hefði ekki verið fyrir staðfestu Jennyar að halda barni sínu, hefðum við örugglega mist Emily til þeirra sem framkvæma fóstureyðingar hjá Planned Parenthood, án þess að vita að við hefðum orðið afi og amma.

Þriðja tilraunin til að binda enda á líf Emily varð þegar “umhyggjusöm” fjölskylda kærasta Jennyar bauðst til að borga fyrir fóstureyðingu, ef Jenny myndi samþykkja það. Þá hringdi hún í okkur og sagði okkur góðu fréttirnar að hún væri þunguð. Við ókum þegar í stað til Texas og tókum Jenny heim til að búa með okkur. Emily fæddist þann 10 desember 1994. Við teljum okkur vera mjög gæfurík að hafa haft Jenny og Emily á okkar heimili í nokkur ár. Jenny er nú gift dásamlegum manni hérna í Virginiu og Emily á litla systir sem heitir Katherine.

Í hvert skipti sem ég horfi á “Dýrmætu Fæturna” barmmerkið mitt, get ég ekki annað en hugsað um þau 1.5 milljón ófæddra barna hvert ár í Bandaríkjunum sem fá aldrei tækifæri til að vaxa eins og Emily gerði. Ég velti oft fyrir mér hversu margir afar og ömmur munu aldrei þekkja þá blessun og gleði sem barnabarn getur fært lífi þeirra. Því miður þá endar harmleikur fóstureyðingar ekki þar. Það eru einnig milljónir mæðra sem munu bera sálfræðileg og líka líkamleg ör, af völdum fóstureyðingar iðnaðarins.

Móðir Teresa frá Calcutta hélt ræðu fyrir the National Prayer Breakfast í Washington, DC þann þriðja febrúar árið 1994, aðeins nokkrum dögum áður en konan mín og ég byrjuðum okkar “andlegu ættleiðingu” á barnabarni okkar Emily. Móðir Teresa sagði tignarfólkinu sem var þar viðstatt: “Mér finnst að hinn mesti ógnvaldur við friðinn á þessum dögum sé fóstureyðing, vegna þess að hún er stríð gegn barninu, beint dráp á saklausu barni, morð framið af móðurinni sjálfri.” Hún hélt áfram og sagði: “öll ríki sem samþykkja fóstureyðingar, eru ekki að kenna fólki sínu að elska, heldur að nota hvaða ofbeldi sem er til að ná því sem það vill. Þess vegna er fóstureyðing mesta ógnin við kærleik og frið.”

Við ættum að hlýða þessari visku með því að setja okkur á móti menningu dauðans og viðurkenna algert helgi lífsins, frá fyrsta andartaki getnaðar til síðasta andartaks eðlilegs dauða. Guð gefur lífið og hann tekur það burt. Að binda endi á líf ófædds barns er valkostur sem við erum ekki frjáls að velja. Þegar við virðum ekki rétt ófædds barns til lífs, verður um leið minni virðing fyrir lífi almennt. Thomas Jefferson sagði eitt sinn: “umhyggja mannlegs lífs, en ekki eyðing þess, er fyrsta og eina markmið góðrar ríkisstjórnar.” Ég hvet þig til að “velja lífið, til þess að þú og niðjar þínir megi lifa” (Fimmta bók Móse 30:19)

Ef þú þekkir einhverja sem er ófrísk eða heldur að sé að hugleiða fóstureyðingu, segðu þeim þá að eru margir aðrir kostir í stöðunni sem eru ekki skaðlegir móðurinni eða banvænir barninu. Sumir staðir til að leita eruCrisis Pregnancy Centers OnlineBirthright og American Life League . Fyrir þá sem þjást vegna fóstureyðinga sem hafa verið gerðar, þar á meðal afar og ömmur, feður og mæður og aðrir athugið: Project Rachel ogSafehaven. Aðrar lífsverndar upplýsingar er hægt að finna hjá: Human Life International the National Right to Life Committee, og the Ultimate Pro-Life Resource List.

<> Verið óhrædd við að hafa samband við mig stevec@transporter.com ef þið hafið einhverjar spurningar eða athugasemdir við þessa grein.

<>©Steve Clifford

 Upprunalega greinin á ensku

Auglýsingar
%d bloggurum líkar þetta: