Dýrmætir Fætur

“Dýrmætir Fætur”
Um það bil 90% af fóstureyðingum eiga sér stað á fyrstu 12 vikum þungunar. Flest fólk hefur enn enga hugmynd um hversu vel þroskað ófædda barnið er á þeim tíma þegar fóstureyðing á sér stað. „Dýrmætir Fætur“ barmmerkið sýnir nákvæma stærð og lögum fóta ófædds barns tíu vikum eftir getnað. Það er aðlaðandi og fræðandi barmmerki, sem sýnir fólki sem lítur á það, að fórnarlamb fóstureyðinga er eitt af okkur.
Bjarga “Dýrmætir Fætur” lífum? Já svo sannarlega!

Þessar sögur voru sendar Heritage House, sem framleiða “Dýrmætu Fæturna”

Frá Kathy í Phoenix, AZ
“Ég er ákaflega glöð að hafa fengið tækifæri til að fræðast um hina “Dýrmætu Fætur”. Ég er 16 ára gömul. Dag einn var ég stödd á bókasafninu og sá þá stúlku sem bar þetta sæta barmmerki. Merkið sýndi tvo barnsfætur. Ég varð forvitin og spurði stúlkuna um merkið. Hún sagði mér hvað það táknaði. Þetta snerti mig svo djúpt og stúlkan var svo sæt. Ég var jafnvel sjálf að hugsa um að láta eyða fóstri en nú ætla ég ekki að láta gera það. Ég ætla að eignast barnið og gefa það til ættleiðingar. Því miður get ég ekki haldið því …, en ég veit að þetta verður barninu fyrir bestu. Mér finnst eins og það hafi verið eins konar innblástur að ég skyldi hafa verið stödd á bókasafninu þennan dag”

Frá Ray í Springfield, MO
“Nýlega gaf vinkona okkar ógiftri og barnshafandi stúlku, sem hún þekkti, barmmerkið sem sýnir hina “Dýrmætu Fætur”. Fóstureyðing var í undirbúningi og var stúlkan undir þrýstingi að fylgja þeirri áætlun. Eftir að hafa séð “Fæturna”, gat hún ekki trúað því. Þetta venjulega: “Þetta getur ekki verið satt! og “Ég trúi þessu ekki” leiddi til frekari rannsókna og athugana á því hvað gerist í raun og veru þegar fóstri er eytt. Með öðrum orðum – mannslífi var bjargað!”

Frá Evelyn in Birch Run, MI
“Ein af dætrum vinnufélaga míns sendi mér yndislegt þakkarbréf vegna hinna “Dýrmætu Fóta” sem ég hafði sent henni. Það sem snerti mig þó mest var að heyra hana segja frá vinkonu hennar, sem var á menntaskólaaldri. Vinkonan hafði komist að því að hún var ófrísk. Þegar hún sá “Fæturna” ákvað hún að láta ekki eyða fóstrinu.”

Frá Jeanne í Washington, DC 
“Fyrsta morguninn sem ég tók hina “Dýrmætu Fætur” með mér á fóstureyðingarstöð, kom 19 ára gömul stúlka til þess að láta eyða fóstri. Stúlka þessi var ólétt í annað sinn.. Mér tókst að fá hana til að staldra við og tala við mig eftir að hafa sýnt henni “Dýrmætu Fæturna”. Við gengum fyrir hornið til þess að fá okkur kaffibolla og rabba saman. Klukkustund síðar var stúlkan á leið heim eftir að hafa ákveðið að fara ekki í fóstureyðingu. Barnið hennar fæddist snemma í júní.”

Frá Mary Lynn í Buffalo, NY 
“Ég stóð fyrir framan fóstureyðingastöð þar sem ég ráðgaðist við kæran vin minn. Ég heilsaði ungri konu, sem var á leið í fóstureyðingu, með því að segja hressilega: góðan daginn! Þá benti ég á barmmerkið mitt “Dýrmætir Fætur”, sem ég bar á kragahorninu og sagði: “Sjáðu, þessir fætur eru nákvæm eftirmynd, bæði stærð og lögun, tíu vikna gamals fósturs.” Konan tók andköf, bar höndina upp að munninum og stundi. Svo hljóp hún inn í fóstureyðingastöðina en ég brotnaði algjörlega niður. Vinur minn kallaði á mig og sagði: “Lynn, Lynn, sjáðu!” Þegar ég leit upp sá ég þessa fallegu ungu konu yfirgefa fóstureyðingastöðina, setjast inn í bílinn með kærasta sínum og fara burt. Þegar hún fór fram hjá okkur, veifaði hún með gleðitár á kinn, og gaf þar með til kynna að lífi barnsins hennar hefði verið bjargað.”

Frá Terry í Atlanta, GA
“… Sjálfboðaliði okkar talaði við báðar stúlkurnar en við óttuðumst að þær myndu láta eyða fóstrum sínum. Þegar hún var í þann mund að fara, mundi hún eftir “Dýrmætu Fótunum” á kraga sínum og gaf annari stúlkunni þá. Hún sagði henni að þetta væru “nákvæm stærð og lögun á 10 vikna gömlu fóstri (en það var einmitt aldurinn á hennar eigin fóstri). Jæja, sjálfboðaliðinn okkar kom til baka og við báðum saman, en hinir “Dýrmætu Fætur” höfðu gert sitt – þarna tókst okkur að bjarga, ekki bara einu barni, heldur tveimur börnum. Við þökkum fyrir að gera hina “Dýrmætu Fætur” aðgengilega fyrir okkur”.

Þessar frásagnir eru þýðingar af þessari síðu:
http://www.crusadeforlife.org/cbl/crusadeforlife/precious_feet.htm>

Auglýsingar
%d bloggurum líkar þetta: