Eftirlifandi fóstureyðingar


Sarah Smith og móðir hennar

Sarah Smith

Fyrir tuttugu og níu árum ákvað móður mín að fara í fóstureyðingu. Á þeim tíma var hún barnshafandi af tvíburum, en enginn vissi þetta, ekki einu sinni læknirinn hennar. Pínulítill bróðir minn og ég voru bæði þar að vaxa í kvið hennar, fram að þessum hræðilega degi. Fyrir fóstureyðinguna vorum við bæði á lífi. Andartökum síðar var ég ein. Það er skelfilegt að hugsa til þess að mér var næstum eytt þegar mamma mín fór í D&C fóstureyðingu. Einhvernveginn, fyrir kraftaverk, komst ég lífs af! Tvíburabróðir minn var ekki svo heppinn. Andrew var eytt og við misstum hann fyrir fullt og allt.

Nokkrum vikum síðar, varð móðir mín fyrir áfalli þegar hún fann mig sparka í kvið hennar. Hún hafði þegar eignast fimm börn og hún vissi hvernig tilfinning það var þegar barn sparkar í kviðnum. Hún vissi strax að hún var enn þunguð. Hún fór aftur til læknisins og sagði honum að hún væri enn barnshafandi…að hún hefði gert mikil mistök og að hún vildi halda þessu barni.

Til þessa dags iðrast móðir mín sárlega þessarar fóstureyðingar. Ég veit að sársaukinn er óbærilegur fyrir hana stundum þegar hún lítur á mig og veit að hún lét eyða tvíburabróður mínum. Mamma mín segir að verndandi hönd almáttugs Guðs hafi bjargað lífi mínu… að hönd Guðs hafi hulið mig og falið í kvið hennar og verndað mig frá hnífi dauðans. Eftir að hafa lifað af fóstureyðinguna, fæddist ég með tvíhliða mjaðmalos og margar aðrar líkamlegar fatlanir. Níu dögum eftir að ég fæddist var farið með mig til bæklunarskurðlæknis sem lét gifs á báða örlitla fótleggi mína. Mamma mín fjarlægði þessi gifs með töngum á hverjum mánudagsmorgni og fór með mig aftur til læknis til að láta setja ný gifs.

Sex vikna gömul var ég sett í mitt fyrsta líkamsgifs. Margar skurðaðgerðir og líkamsgifs fylgdu næstu ár. Því miður eru læknar að segja mér nú að ég þarf að ganga í gegn um skurðaðgerðir á fimm ára fresti framvegis (vinsamlegast biðjið fyrir mér).

Í dag þakka ég Guði fyrir að ég lifði af fóstureyðingu, en sársaukinn heldur áfram fyrir alla í fjölskyldu minni. Til minningar um bróðir minn Andrew, keyptum við minningar legstein og komum honum fyrir í kirkjugarði í suður Kalíforníu. Á honum stendur:

ANDREW JAMES SMITH, 
TVÍBURABRÓÐIR SöRUH
Í HJöRTUM OKKAR
MUNT ÞÚ ÁVALLT LIFA 

NÓVEMBER 1970

Vinsamlegast deilið sögu okkar með öðrum svo að harmleikur fóstureyðingar hætti að skaða börn og fjölskyldur. Allir þurfa að vita sannleikann um fóstureyðingu. Takk fyrir.


©–Sarah Smith


Upprunalega greinin á ensku

Auglýsingar
%d bloggurum líkar þetta: