Fóstureyðing og iðrun


Það er rúmlega ár síðan fóstureyðing mín var gerð, og hvort sem þú trúir því eða ekki, var ég þá aðeins 16 ára.

Áður en læknirinn sagði mér það, vissi ég að ég var ófrísk. Kærasti minn, sem ég hafði verið með í um 3 mánuði, áttir dóttur frá fyrra sambandi, og þegar ég sagði honum að ég væri ófrísk, hunsaði hann algerlega þessa staðreynd og lét eins og það sem ég hafði sagt honum væri einskis virði. Fyrrverandi kærasta hans notaði barnið sem ógnun til að halda þeim saman, svo að þegar ég sagði honum að ég væri þunguð, réð hann ekki við það. Sérstaklega þar sem hann var 19 ára með eitt barn og annað á leiðinni.

Þegar tíminn kom að ég skyldi fá fóstureyðingu, var ég komin um 3 mánuði á leið. Þar sem ég var ung og heimsk, hélt ég auðvitað: “hverjum er ekki sama, þetta er ekki morð” og hafði ég aldeilis rangt fyrir mér.

Þegar ég kom til spítalans til að láta gera aðgerðina, komu allir læknarnir illa fram við mig, störðu á mig og enginn þeirra talaði einu sinni við mig. Þeir voru bara þarna til þess að klára verkið og hugsuðu ekkert um tilfinningar manns. Þeir sendu mig inn í herbergi þar sem ég var lögð á aðgerðarborð. Þar voru 2 læknar, 2 hjúkrunarfræðingar og ég. Þau töluðu alls ekki við mig. Ég hef aldrei verið jafn full ógeðs á ævi minni. Ég hataði sjálfa mig.

Aðgerðin tók um það bil 20 mínútur. Eftir hana var ég færð í vöknunarherbergið þar sem tveir bestu vinir mínu biðu eftir mér. Ég hafði verið svæfð, og þegar ég loksins kom til meðvitundar, hafði ég enga stjórn á sjálfri mér. Ég vaknaði, galopnaði augun og kallaði á vini mína. Það var versta tilfinning sem til er.

Málið er að ég hafði verið hlynnt frjálsum fóstureyðingum í langan tíma, jafnvel eftir fóstureyðingu mína. Ég endurtók við sjálfa mig: “ég varð að gera það, ég var of ung, ég var ekki tilbúin.” En trúðu mér, þú heldur að andlegi sársaukinn sé slæmur fyrst á eftir, sársaukinn til langs tíma er verri. Hver einasti dagur sem hefur liðið, hefur snúið mér frá því að vera hlynnt frjálsum fóstureyðingum í að vera lífsverndarsinni. Ég hata sjálfa mig jafnvel meir.

Ég var bara venjuleg stelpa. Ég hélt að þetta allt myndi líða hjá, en það gerði það ekki. Á hverjum degi velti ég fyrir mér hvernig barnið mitt hefði litið út, hver háralitur þess væri, augnalitur þess. Það fer alveg með mig, sérstaklega þegar ég þarfnast huggunar og vinir mínir segja: “ég gæti ímyndað mér hvernig tilfinning það er að fara í fóstureyðingu” og sumir skilja ekki hvaða stórmál þetta sé. Þau munu aldrei skilja hvernig tilfinning það er að vakna á hverjum morgni með þetta í huganum, full ógeðs og skammar. Sektarkenndin, sársaukinn, iðrunin. Í hvert sinn sem ég sé barn, stari ég á það og ég ræð ekki við það. Mér líður svo illa og ég hugsa um hvernig líf mitt myndi vera.

Fyrir einhvern sem er að íhuga fóstureyðingu: mundu bara að við erum öll venjulegar manneskjur eins og þú. Við skrifum um okkar lífsreynslur svo að þú getir lært af okkar mistökum og forðast skömmina sem við finnum. Ég bið ykkur um að hugsa málið upp á nýtt. Að minnsta kosti íhuga ættleiðingu, því að vont er að fara í gegn um lífið í skömm og iðrun.

Ónafngreindur höfundur
Ágúst 2000

 


Upprunalega greinin á ensku, ásamt fleiri frásögnum

Auglýsingar
%d bloggurum líkar þetta: