Goðsögnin lífsseiga


Eftir séra Frank Pavone

Ég hef oft talað og skrifað um þá staðreynd að fleiri og fleiri fylgjendur fóstureyðinga viðurkenna opinskátt að fóstureyðing tekur mannlegt líf. Reyndar sýndi könnun sem CBS og New York Times létu gera árið 1998, að 50% þeirra sem svöruðu voru tilbúin að kalla fóstureyðingu morð, og einn þriðji hluti þeirra sögðu að þrátt fyrir það gæti það verið besta leiðin fyrir konu í slæmri stöðu.

Þetta hefur leitt mig og aðra til að leggja áherslu á þörfina hjá hreyfingu okkar, til að benda ekki aðeins á mannleika barnsins, heldur einnig þá hjálp sem er í boði fyrir móðurina, að aðstoða hana við að vernda og hlúa að lífi þessa barns, og komast að því að hennar eigin lífsfyllingu er ekki fórnað við það.

Samt er goðsögn sem lifir um barnið.

Athugun á viðhorfi Bandaríkjamanna um fóstureyðingu er minnst til gagns þegar hún skoðar þau slagorð sem fólk tengir sig við, og til mest gagns þegar hún skoðar tilkekna afstöðu sem fólk tengir sig við. Einn af lykil kennistærðun sem þessar afstöður eru skoðaðar í, er tímarammi meðgöngu. Eins og búast mátti við hrynur stuðningur við fóstureyðingu niður, eftir því lengra sem dregur í meðgöngu. Könnun hjá NY Times og Wirhlin sýndi að aðeins 7% af Bandaríkjamönnum styður fóstureyðingu á síðustu þremur mánuðum meðgöngu (3. meðgönguskeiði) og aðeins 15% styður meðgöngu á 4. til 6. mánuði meðgöngu (2. meðgönguskeiði).

En til að skilja hvernig okkur miðar áfram í átakinu við að binda enda á fóstureyðingar, verðum við að hafa í huga að 3. meðgönguskeiðs fóstureyðingar eru aðeins um 1%, og 2. meðgönguskeiðs fóstureyðingar eru um 9%. Allar hinar fóstureyðingarnar, um 90%, eiga sér stað á fyrstu þremur mánuðum meðgöngu (1. meðgönguskeiði). Á þessu tímaskeiði sjáum við að 61% Bandaríkjamanna styður það að fóstureyðingar séu í boði. Það er líka á þessu tímaskeiði sem við sjáum goðsögnina lífsseigu: að ófædda barnið sé ekki raunverulega mannlegt barn á þeim tímapunkti. Við búum í sjónrænunni menningu. Mikið af minnkandi stuðningi við fóstureyðingar á síðari stigum getur verið rakið til umfjöllunar um hálf-fædda fóstureyðingu (partial-birth abortion) Hinn sjónræni raunveruleiki þessarar aðgerðar, sem eru gerðar á 2. og 3. meðgönguskeiði, hefur verið sýndur í sölum þingsins og í sjónvarsstöðvum á landsvísu, með læknisfræðilega réttum teikningum. Ennfremur eru ljósmyndir af fóstureyddum börnum oftast af börnum á þessu skeiði – en aftur, flestir Bandaríkjamenn eru þegar andvígir fóstureyðingum á þessu skeiði, og flestar fóstureyðingar eru gerðar fyrir þetta skeið.

Það er kominn tími til að ráðast beint gegn þessari lífseigu goðsögn að barn á fyrsta meðgönguskeiði sé ekki barn og að fóstureyðing á fyrsta meðgönguskeiði sé raunverulega ekki ofbeldisverk sem drepur barn. Við hjá Priests For Life höfum tekið skref í þessa átt, með því að birta á vefsíðu okkar litljósmyndir af fóstureyddum börnum á fyrsta meðgönguskeiði.

(Heimsækið www.priestsforlife.org/resources/abortionimages/index.htm).
[Á íslensku hér]

Ekkert átak í kennslu lífsverndarsjónarmiða hefur jafnmikil áhrif og þetta hefur haft. Þú trúir þínum eigin augum. Bandaríkin munu einfaldlega ekki hafna fóstureyðingum fyrr en Bandaríkin sjái fóstureyðingar.

Upprunalegi textinn

 


 

Priests For Life©Frank A. Pavone

Priests for Life
PO Box 141172
Staten Island, NY 10314
Tel.             888-PFL-3448      ,             (718) 980-4400
Fax 718-980-6515
Email mail@priestsforlife.org

Gerist ákrifendur að greinum Fr. Frank um lífsverndarmál, sem kemur út á hálfs mánaðar fresti:subscribe@priestsforlife.org

Auglýsingar
%d bloggurum líkar þetta: