Líknarmorð


Hér eru tvö dæmi um hver þróunin verður þegar fólk fer að hugsa jákvætt um líknardráp.

Terri Schindler Schiavo

Terri Schiavo var 41 árs gömul kona með alvarlegar heilaskemmdir eftir að hún varð veik í tengslum við átröskun árið 1990. Á föstudagskvöldið, 17. mars 2005 tóku læknar í Flórída úr sambandi magasondu, tæki sem hafði séð Terri Schiavo fyrir næringu. Dómari hafði fyrr um daginn úrskurðað að fara bæri að óskum eiginmanns hennar, Michaels Schiavos, um að fjarlægja næringuna og þá var fyrirséð að hún myndi svelta til bana. Foreldrar Schiavos höfðu barist hart gegn því að tækin, sem hafa séð um að dæla næringu í magin hennar, yrðu aftengd. Þau urðu að lúta í minni pokann. Tækin höfðu tvisvar áður verið aftengd en síðan tengd á ný eftir nýjan dómaraúrskurð. Eftir þetta þriðja og síðusta skipti sem tækin voru aftengd, reyndu þau áfram að fá tækin tengd aftur en án árangurs.

Þrátt fyrir að George Bush, forseti Bandaríkjanna, Jeb Bush, ríkisstjóri í Flórída og báðar deildir þingins reyndu allt sem þeir gátu til að aðstoða foreldranna í þessari baráttu, varð það árangurslaust. Dómararnir höfnuðu áfrýjunum þeirra og þann 31. mars dó Terri.


Líknardráp á nýfæddum börnum í Hollandi

Í Hollandi, fyrsta landinu sem leyfði líknarmorð, hefur Groningen sjúkrahúsið nýlega birt viðmiðunarreglur um líknardráp á alvarlega veikum ungbörnum og þá kom nokkuð óvænt í ljós. Það er þegar byrjað að gera slíkt. Ungbörn sem haldin eru alvarlegum sjúkdómi, eru drepin með banvænum skammti af róandi lyfjum.

Þar er umræða um hvort á að leyfa líknardráp á fólki sem getur ekki ákveðið sjálft að það vilji deyja. Í ágúst árið 2004 lagði læknaráð Hollands (KNMG) að heilbrigðisráðherra að stofna sjálfstæða nefnd sem mæti tilfelli um líknardráp á alvarlega veiku fólki sem „ekki hefði frjálsan vilja“, þar á meðal börn, mikið andlega vanþroskað fólk eða fólk sem lægi í dái vegna slyss. Viðmiðunarreglur Groningen sjúkrahússins myndu veita lagalegan ramma til að leyfa læknum að binda enda á líf ungbarna sem talið væri þjást vegna ólæknandi sjúkdóma eða mikillar vansköpunar.

Í þessum viðmiðunarreglum segir að líknarmorð megi gera þegar læknar barns og óháður læknir séu sammála að ekki sé hægt að lina þjáningar barnsins og engin von fyrir bata og þegar foreldrar telja það best. Dæmi um slíkt eru talin vera fyrirburar sem fæðast mjög snemma, ef barn þjáist af heilaskaða, og sjúkdóma þar sem barn þyrfti á stuðningsvélum að halda það sem eftir væri ævinar.


Þetta eru tvö dæmi um hver þróunin verður þegar fólk fer að hugsa jákvætt um líknardráp. Líknardráp er oft skreytt með þeim orðum að verið sé að lina þjáningar og leyfa ( í raun hjálpa ) þeim að deyja sem óska þess, en það mun alltaf leiða til þess að fólki verði „hjálpað að deyja“ hvort sem það vill það eða ekki, ef það er byrði á öðrum.

Í skýrslu sem gefin var út af Hollensku ríkisstjórninni árið 1990 voru 11800 skjalfest dæmi um líknardráp, þar af 5941 sem voru án samþykkis sjúklings. 

Hins vegar er það ekki líknarmorð þegar sjúklingur hafnar meðferð sem er óvenjuleg, leiðir ekki til bata en hindrar einungis eðlilegan dauðdaga.

Sjá Decleration on Euthanasia frá Páfagarði.

© Magnús Ingi Sigmundsson

Meira um líknarmorð

Auglýsingar
%d bloggurum líkar þetta: