Ófædd börn finna til

Bresk rannsókn leiðir í ljós að ófædd börn finna til

LONDON, 5. apríl 2006 (LifeSiteNews.com)

– Enn önnur rannsókn hefur leitt í ljós að ófædd börn skynja sársauka, jafnvel enn frekar en við.

Rannsókn sem gerð var við University College í London og byggð er á heilaskönnununarmyndum af ófæddum börnum sem teknar voru þegar blóðsýni voru tekin leiðir þetta í ljós samkvæmt fréttum BBC í gær. Könnun gaf til kynna flæði blóðs og súrefnis til heila barnanna meðan sýnin voru tekin sem sýnir með áþreifanlegum hætti, að um viðbrögð gegn sársauka er að ræða í heilanum.

“Við höfum sýnt fram á í fyrsta skiptið að tilfinning gagnvart sársauka nær til heila ófæddra barna,” sagði prófessor Maria Fitzgerald, sérfræðingur í þróunartaugalífsfræði við “Thomas Lewis Pain Research Centre” við “University College. “Áður vissum við þetta ekki með neinni vissu, þrátt fyrir að álykta mætti, að ófædd börn skynji sársauka.”

Dr. Paul Ranalli, prófessor í taugalífsfræði við “University of Toronto” sagði s. l. ár með skírskotun til sársaukaskyns ófæddra barna: “Eini munurinn á barni í móðurlífi á þessu stigi og á barni sem liggur í súrefniskassa er sá, hvernig börnin meðtaka súrefnið, annað hvort í gegnum naflastrenginn eða með hjálp lungnanna. Ekki er um neinn mun að ræða á taugakerfinu.” Prófessor Fitzgerald framkvæmdi aðra rannsókn 1998 á sársaukaskyni ófæddra barna. Hún komst að þeirri niðurstöðu, að börn í móðurlífi hafi meira sársaukaskyn en fullorðið fólk og eldri börn.

“Ófætt barn nýtur ekki góðs af hinu náttúrlega kerfi líkamans til að deyða sársauka, en í fullorðnum dregur það úr sársaukaboðum þegar þau berast til miðtaugakerfisins,” komst hún að orði á þessum tíma. Þrátt fyrir að fyrri rannsóknir gæfu til kynna að ófædd börn gætu sýnt áþreifanleg viðbrögð við sársauka og aðsteðjandi hættu, þá var unnt að leiða slíkt hjá sér sem ummerki um líkamleg viðbrögð, en ekki við sársauka. Rannsóknarteymi Fitzgeralds segir að þessar nýjustu niðurstöður séu ljósar og leiða megi að því líkur, að mikill sársauki hafi áhrif á síðari þroska heilans. Fjölmargar rannsóknir verið birtar á síðari árum sem gefa til kynna að frumfóstrið eða ófædd börn skynji mikinn sársauka, meðal annars bandarísk rannsókn sem studdist við hátíðnihljóð og vídeómyndir sem sýndi, að börn sem einungis eru 28 vikna gömul gráti í móðurlífinu. Birting þessara rannsókna hefur orðið þess valdandi, að “lög um sársaukamörk” verði sett til að draga úr sársaukanum við fóstureyðingar á ófæddum börnum sem deydd eru miskunnarlaust.

Ný rannsókn sem leiðir í ljós að börn gráta í móðurlífi

Íslensk þýðing: Jón Rafn Jóhannsson.

 

Greinin birtist upphaflega á heimasíðu kirkju.net.
Fleiri greinar eftir Jón Rafn Jóhannsson eru a
ð finna á kirkju.net.

Auglýsingar
%d bloggurum líkar þetta: