Stofnfrumuransóknir og glasafrjóvganir


Glasafrjóvganir

Margir telja glasfrjóvganir (“In Vitro”) vera af hinu góða, því þær geta hjálpað konum sem ekki geta orðið þungaðar á eðlilegan hátt að verða það. En það gleymist að við hverja glasafrjóvgun verða alltaf til nokkrir fósturvísar sem eru eytt. Mannslíf hefst við getnað og það eru mannslíf sem er eytt! Þess vegna eru glasafrjóvganir siðlausar.

Stofnfrumurannsóknir

Þessa fósturvísa vilja sumir vísindamenn svo nota til að gera rannsóknir á stofnfrumum. Jafnvel framleiða þá, eða klóna til þessa nota. Nú var í fréttum nýlega, að Bandaríska fyrirtækið Xytos, hyggst stunda stofnfrumurannsóknir sínar hér á landi vegna þess að hér er ekki sama umhverfið og í Bandaríkjunum varðandi andstöðu við slíkt, eða trúarlega þrýstihópa yfirleitt. Þetta er visst umhugsunarefni. Þegar þeir fá ekki vinnufrið í sínu landi fyrir siðlausar tilraunir sínar á fósturvísum, koma þeir hingað. Reyndar segir talsmaður fyrirtækisins að þeir ætli aðeins að stunda ransóknir á fullorðins stofnfrumum, þ.e. sem unnið er úr fullorðnu fólki. Hvers vegna eru þeir þá að flýja þrýstihópa í sínu landi? Mér vitanlega, eru engir á móti rannsóknum á fullorðnis stofnfrumum, heldur aðeins þegar fósturvísar eru notaðir sem hráefni til þessara rannsókna. Þótt þessar rannsóknir geti leitt til góðs varðandi lækningar á sjúkdómum, eru þær samt rangar og siðlausar ef fósturvísar eru notaðir til þess. Tilgangurinn helgar ekki meðalið! Manneskja má aldrei vera hráefni eða tæki til annarra gæða.

Sjá hér grein um þetta fyrirtæki í Iceland Review undir fyrirsögninni “No Crazies in Iceland”.

Rannsóknir á fósturvísum eru bannaðar á Íslandi, en samkvæmt frétt í mbl.is vilja nokkrir þingmenn samfylkingar breyta lögum um þetta mál.


Siðferðileg vandamál 
(Lauslega þýddur úrdráttur úr yfirlýsingu Vatikansins um stofnfrumurannsóknir)

Telja má upp þrjár siðferðislegar spurningar varðandi stofnfrumurannsóknir:

 • Fyrsta er grundvallarspurningin: Er siðferðislega lögmætt að framleiða og/eða nota lifandi fósturvísa til þess að ná stofnfrumum?

  Svarið er neikvætt af eftirtöldum ástæðum:

  1. Á grunni líffræðilegs eðlis, er mannlegur fósturvísir – frá frjóvgun eggs – mannleg vera með sitt eigið einkenni og erfðavísa, sem hefur hafið sinn þroska. Aldrei eftir það má hún vera talin aðeins samansafn fruma.
  2. Þess vegna er brottnám stofnfruma, sem deyðir fósturvísinn, alvarleg siðlaus athöfn.
  3. Þótt tilgangurinn sé góður, að finna lausnir við heilbrigðisvandamálum, getur engin tilgangur réttlætt verknað af þessu tagi. Góður tilgangur réttlætir ekki verknað sem er rangur í sjálfu sér.
  4. Fyrir kaþólska er þessi afstaða staðfest af kennivaldi kirkjunnar í Evangelium vitae með tilvísun í Donum Vitae. Kirkjan hefur ætið kennt, og kennir áfram, að árangur mannlegs getnaðar verður að tryggja skilyrðislausa virðingu frá upphafi tilvistar þess. “Mannlega veru á að virða og koma fram við eins og manneskju frá augnabliki getnaðar; og þess vegna frá sama augnabliki hefur verður að virða rétt hennar sem manneskju, meðal þess sem þar er efst á lista er ófrávíkjanlegur rétt hvers saklausra mannlegrar veru til lífs” (No. 60).[xvi]
 • Er siðferðislega lögmætt að stunda klónun og framleiða með því mannlega fósturvísa og tortýma þeim svo, í þeim tilgangi að framleiða stofnfrumur?

  Svarið er neikvætt vegna þess að hún vekur spurninguna sem lýst er að ofan og henni er aðeins hægt að svara neikvætt.

 • Er siðferðislega lögmætt að nota stofnfrumur fósturvísa, eða aðrar frumur sem hafa þróast úr þeim, sem hafa verið fengnar frá öðrum rannsóknaraðilum eða þriðja aðila?

  Svarið er neikvætt, vegna þess að það felur í sér beina eða óbeina þátttöku í þeim siðlausa verknaði, að framleiða eða misnota mannlega fósturvísa, með þeim sem framleiðir eða útvegar þá.

Niðurstaðan er að það er ekki erfitt að sjá alvarleikan í því siðferðislega vandamáli sem stafar að því að víkka út rannsóknir með framleiðslu og/eða notkun á mannlegum fósturvísum, jafnvel einungis frá mannúðarsjónamiði. Það er mögulegt að nota fullorðins stofnfrumur til að ná sömu markmiðum og reynt er að ná með fósturvísis stofnfrumum. Það er miklu skynsamlegri og mannlegri aðferð til að ná góðum árangri á þessu sviði, og gefur góðar vonir fyrir marga sem þjást

Evangelium Vitae – Heimsbréf Jóhannesar Páls II Páfa um verðgildi og friðhelgi mannlegs lífs

Yfirlýsing Vatikansins um stofnfrumurannsóknir

Donum Vitae – Leiðbeiningar Vatikansins um virðingu fyrir mannlegu lífi


© Magnús Ingi Sigmundsson

Umsögn um stofnfumu-frumvarp

Auglýsingar
%d bloggurum líkar þetta: