Þögn er jafnt og samþykki


Fóstureyðing er ekkert annað en dráp á ófæddu barni í móðurkviði.

Allmargir vita að þetta er rétt, og viðurkenna það með sjálfum sér. En einhvern veginn er hugsunin ekki skír um hvað skuli gera við því. Flestir gera ekkert! Ef til vill segja þeir sem svo: “ekki ég” og vona að aðrir gera eitthvað? Vilja þeir ekki “þröngva skoðunum sínum upp á aðra”? Vilja kannske ekki vera álitin “öfgasinnuð”. Ég er ekki að tala um fólkið sem trúir ekki að fóstureyðing sé dráp á barni, eða trúir ekki að dráp á börnum sé hræðilegur glæpur. Heldur fólkið sem trúir þessu hvorutveggja, en gerir samt ekki neitt.

Ef við horfumst í auga við ábyrgð okkar sem hluti af samfélaginu, og við vitum að á hverjum degi eru framdir hræðilegir glæpir á meðal okkar, þá ber okkur að minnsta kosti að mótmæla þeim á einhvern hátt. Ef við sem mótmælum þeim erum nógu mörg, er tekið mark á mótmælum okkar. Á meðan við erum fá, sjá stjórnmálamenn engan tilgang í að taka tillit til okkar. Þegar og ef við erum orðin stór samtök, getum við farið að hugsa um pólitískan þrýsting. Þess vegna er mikilvægt að allir sem vilja bregðast við þessu á ábyrgan hátt skrái sig í lífsverndarfélag.

Við getum:

  1. beðið fyrir endalokum fóstureyðinga,
  2. borið “dýrmætu fætur” barmmerkin,
  3. skráð okkur í lífsverndarfélag,
  4. tekið þátt í þeim viðburðum sem Lífsvernd boðar til,
  5. beðið aðra að gera allt þetta líka.

Að gera ekkert er eiginlega jafnt og að veita samþykki sitt við viðvarandi ástandi.

 


© Magnús Ingi Sigmundsson

Auglýsingar
%d bloggurum líkar þetta: