Umsögn um stofnfrumufrumvarp

Þann 16. febrúar 2007 var Lífsvernd beðin um að gefa umsögn um Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 55/1996, um tæknifrjóvgun, með síðari breytingum.
Umsögnin var svohljóðandi:
Í þessu frumvarpi sem við erum beðin um að senda inn umsögn um er lagt til að nýta fósturvísa sem fengnir eru með tæknifrjóvgun til þess að vinna úr þeim stofnfrumur.

Grundvallarspurningin er:

Er siðferðislega lögmætt að framleiða og/eða nota lifandi fósturvísa til þess að ná stofnfrumum?

Svarið er neikvætt af eftirtöldum ástæðum:

Á grunni líffræðilegs eðlis, er mannlegur fósturvísir – frá frjóvgun eggs – mannleg vera með sitt eigið einkenni og erfðavísa, sem hefur hafið sinn þroska. Aldrei eftir það má hún vera talin aðeins samansafn fruma.
Þess vegna er brottnám stofnfruma, sem deyðir fósturvísinn, alvarleg siðlaus athöfn.
Þótt tilgangurinn sé góður, að finna lausnir við heilbrigðisvandamálum, getur engin tilgangur réttlætt verknað af þessu tagi. Góður tilgangur réttlætir ekki verknað sem er rangur í sjálfu sér.
Fyrir kaþólska er þessi afstaða staðfest af kennivaldi kirkjunnar í Evangelium vitae [2] með tilvísun í Donum Vitae [3]. Kirkjan hefur ætið kennt, og kennir áfram, að árangur mannlegs getnaðar verður að tryggja skilyrðislausa virðingu frá upphafi tilvistar þess. “Mannlega veru á að virða og koma fram við eins og manneskju frá augnabliki getnaðar; og þess vegna frá sama augnabliki hefur verður að virða rétt hennar sem manneskju, meðal þess sem þar er efst á lista er ófrávíkjanlegur rétt hvers saklausra mannlegrar veru til lífs”
Ennfremur viljum við benda á að það á jafnt við um tæknifrjóvgun í æxlunarskyni, að við það verða óhjákvæmilega til einstaklingar sem liggur fyrir að verða eytt, svonefndir „umframfósturvísar“. Þess vegna eru slíkar frjóvganir í sjálfu sér einnig ekki siðferðilega lögmætar af sömu ástæðu og getið er hér að ofan.
Ennfremur er ekki siðferðislega lögmætt að nota stofnfrumur fósturvísa, eða aðrar frumur sem hafa þróast úr þeim, sem hafa verið fengnar frá öðrum rannsóknaraðilum eða þriðja aðila, vegna þess að það felur í sér beina eða óbeina þátttöku í þeim siðlausa verknaði, að framleiða eða misnota mannlega fósturvísa, með þeim sem framleiðir eða útvegar þá.

Niðurstaðan er að það er ekki erfitt að sjá alvarleikan í því siðferðislega vandamáli sem stafar að því að víkka út rannsóknir með framleiðslu og/eða notkun á mannlegum fósturvísum, jafnvel einungis frá mannúðarsjónamiði. Það er mögulegt að nota fullorðins stofnfrumur til að ná sömu markmiðum og reynt er að ná með fósturvísis stofnfrumum. Það er miklu skynsamlegri og mannlegri aðferð til að ná góðum árangri á þessu sviði, og gefur góðar vonir fyrir marga sem þjást.[1]

[1] Lauslega byggt á úrdrætti úr yfirlýsingu Vatikansins um stofnfrumurannsóknir.
[2] og heimsbréf Páfans Jóhannes Páll II „Evangelium Vitae“ 
[3] og bréfið Vaticansins: „Respect for human life“

Þann 13. nóvember 2007 var Lífsvernd aftur beðin að gefa umsögn öðru frumvarpi um breytingu á sömu lögum nr. 55/1996, um tæknifrjóvgun, með síðari breytingum. Sjá hér. Við sendum þetta svar sem er mjög svipað hinu fyrra:

Í þessu frumvarpi er lagt til að nýta fósturvísa sem fengnir eru með tæknifrjóvgun til þess að vinna úr þeim stofnfrumur.
Grundvallarspurningin er: Er siðferðislega lögmætt að „framleiða“ og/eða nota lifandi fósturvísa til þess að ná stofnfrumum?

Svarið er neikvætt af eftirtöldum ástæðum:

Á grunni líffræðilegs eðlis, er mannlegur fósturvísir – frá frjóvgun eggs – mannleg vera með sitt eigið einkenni og erfðavísa, sem hefur hafið sinn þroska. Aldrei eftir það má hún vera talin aðeins samansafn fruma.
Þess vegna er brottnám stofnfruma, sem deyðir fósturvísinn, alvarleg siðlaus athöfn.
Þótt tilgangurinn sé góður, að finna lausnir við heilbrigðisvandamálum, getur engin tilgangur réttlætt verknað af þessu tagi. Góður tilgangur réttlætir ekki verknað sem er rangur í sjálfu sér.
Mannlega veru á að virða og koma fram við eins og manneskju frá augnabliki getnaðar; og þess vegna frá sama augnabliki hefur verður að virða rétt hennar sem manneskju, meðal þess sem þar er efst á lista er ófrávíkjanlegur rétt hvers saklausra mannlegrar veru til lífs
Ennfremur viljum við benda á að það á jafnt við um tæknifrjóvgun í æxlunarskyni, að við það verða óhjákvæmilega til einstaklingar sem liggur fyrir að verða eytt, svonefndir „umframfósturvísar“. Þess vegna eru slíkar frjóvganir í sjálfu sér einnig ekki siðferðilega lögmætar af sömu ástæðu og getið er hér að ofan.
Á blaðsíðu 5 í skjalinu sem var sent með frumvarpinu og athugasemdir við það er tekið svo til orða: „að búa til fósturvísa“, „að rækta eða framleiða fósturvísa“. Eru menn ekki farnir að taka sér hlutverk Guðs þarna? Svo á að velja svo úr hvaða fósturvísar fá að lifa og hverjir verða notaðir sem hráefni í vísindarannsóknir. Þetta er algerlega í andstöðu við kristin siðferðisgildi, að ætla sér að ráðstafa öðrum manneskjum á þennan hátt og einnig leyfa sér að líta svo á að þessar manneskjur hafi verið búnar til (=skapaðar), ræktaðar og framleiddar af mönnum.

Það er vissulega þörf á að breyta þessum lögum, og þá á þann veg að banna allar tæknifrjóvganir eða að minnsta kosti banna frjóvganir á „umframfósturvísum“, þ.e. aðeins frjóvga einn fósturvísi og koma honum strax fyrir í legi móðurinnar.

Ennfremur er ekki siðferðislega lögmætt að nota stofnfrumur fósturvísa, eða aðrar frumur sem hafa þróast úr þeim, sem hafa verið fengnar frá öðrum rannsóknaraðilum eða þriðja aðila, vegna þess að það felur í sér beina eða óbeina þátttöku í þeim siðlausa verknaði, að framleiða eða misnota mannlega fósturvísa, með þeim sem framleiðir eða útvegar þá.

Niðurstaðan er að það er ekki erfitt að sjá alvarleikan í því siðferðislega vandamáli sem stafar að því að víkka út rannsóknir með framleiðslu og/eða notkun á mannlegum fósturvísum, jafnvel einungis frá mannúðarsjónamiði. Það er mögulegt að nota fullorðins stofnfrumur til að ná sömu markmiðum og reynt er að ná með fósturvísis stofnfrumum. Það er miklu skynsamlegri og mannlegri aðferð til að ná góðum árangri á þessu sviði, og gefur góðar vonir fyrir marga sem þjást.

Auglýsingar
%d bloggurum líkar þetta: