Líf á kostnað lífs? – Um glasafrjóvgun

GLASAFRJÓVGUN

Það er óhrekjanleg vísindaleg staðreynd að mannlegt líf byrjar við
getnað. Við verðum að hafa í huga að samkvæmt tölfræðinni þarf að eyða
5 eða 6 mannverum til að búa til eina með glasafrjóvgun.

Ég lauk námi mínu 1984. Áður en ég hóf starf við að lækna ófrjósemi
hafði ég sérhæft mig í fæðingarlækningum og kvensjúkdómafræðum. Ég
lauk fyrstu og síðari gráðu sérhæfingarinnar 1993. Eftir að hafa unnið
á spítala í nokkur ár þáði ég stöðu á læknastöð sem sérhæfði sig í
lækningum sem áttu að hjálpa til við frjósemi. Þetta var ein af fyrstu
læknastöðvum í Póllandi þar sem meðhöndlun ófrjósemi var innt af hendi
með öllum þeim tiltæku aðferðum sem frjósemislækningar hafa upp á
bjóða hjónum í dag.

Þarna starfaði ég þar til 2007. Það var þá að Guð og hans guðdómlega
miskunn kom inn í líf mitt. Ég fór að skynja að glasafrjóvgunarmeðferð
var ekki það sem við ættum að stunda. Ekki einungis ég heldur við öll
– við öll sem ástundum læknisfræði. Ég gekk út án þess að vita hvað
væri framundan. En það var ekki það sem skipti mestu máli: ég
einfaldlega vildi ekki eyða fleiri mannverum þar sem slík eyðing er
óhjákvæmileg afleiðing glasafrjóvgunar.

Ég leitaði að stöðu í lífinu og fann eina. Hvern dag, skref fyrir
skref, leiddi Guð mig að því marki að ég gat haldið áfram að nota
þekkingu mína og reynslu til að hjálpa hjónum sem áttu við ófrjósemi
að stríða. En nú nota ég algerlega annars konar aðferð, aðferð sem
virti líf og reisn allra mannlegra vera.

VANDAMÁL VARÐANDI ÓFRJÓSEMI

Fullkomlega heilbrigð hjón yngri en 35 ára sem reyna getnað hafa um
það bil 20% möguleika að geta barn innan tíðahrings. Eftir
skilgreiningu sem Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur sett
fram er tíminn sem hjón geta vænst getnaðar (TFP) að hámarki 12
mánuðir. Ef getnaður á sér ekki stað innan þeirra tímamarka þá ber að
viðurkenna að um ófrjósemi sé að ræða. Þegar kemur að því að merkja
frjósemi okkar telur WHO okkur algerlega fávís þar sem kona sem veit
hvernig á að kortlega hvenær hún er frjó (þ.e. þekkir þá daga
tíðahrings síns þegar hún er líklegust til að geta nýja mannveru)
hefur 30% eða jafnvel hærri möguleika að fá getnað á því tímabili.
Þannig styttast tímamörkin (TFP) í að minnsta kosti 6 mánuði.

Ófrjósemi snertir fimmtu eða sjöttu hver hjón. Það er áætlað að bara í
Póllandi séu um það bil 2 milljónir manna sem eiga við ófrjósemi að
stríða. Þetta á við um öll þjóðfélög heimsins. Eftir því sem
samfélögin eru þróaðri og „siðmenntaðri“ er hættan meiri á ófrjósemi.
Þetta er engin tilviljun. Minni frjósemi er meðal þess sem við greiðum
fyrir vaxandi siðmenningu okkar. Án tillits til hvort ófrjósemi stafi
af öðrum veikindum sem fyrir eru eða við tölum um hana sjálfa sem
veikindi hefur þetta fyrirbæri svo víðtæka félagslega og
fjölskyldulega kvilla í för með sér að ráða verður bót á þeim. Þannig
fæddist sú grein læknisfræðinnar sem tekst á við það vandamál sem
ófrjósemi er. Hún lýsir henni, rannsakar orsakir hennar og leitar
leiða til að koma í veg fyrir hana. Þessa grein læknisfræðinnar köllum
við frjósemislækningu.

Sjá má með eftirfarandi hætti hvernig ófrjósemi dreifist: ef við höfum
fyrir framan okkur 100 hjón sem valin hafa verið af handahófi og eiga
í vandræðum með að geta börn eru líkur á því að orsakanna sé að leita
hjá 40 konum í þessum hópi, 40 í hópi karlanna og blandað hjá þeim 20
sem eftir eru. Þannig er jöfnuðurinn.

Hormónaþættir skýra 20-30% allra tilfella ófrjósemi. Þetta er að mestu
leyti vandamál sökum eggloss en þó ekki eingöngu. Lítið sæðismagn
getur einnig átt upptök sín í hormónastarfsemi. Vélrænir þættir skýra
önnur 20-30% (þ.e. sama hlutfall) tilfella. Meðal þeirra eru:
eggjaleiðari er stíflaður, samgróningur í lítilli mjaðmagrind (þ.e.
þar sem frjóvgunarlíffærið er staðsett) og legslímuvilla.
Karlkynsþátturinn skýrir allt að 40% ófrjósemistilfella og
ónæmisfræðilegir þættir um 5% (eða jafnvel meira að mínu mati). Þannig
er ófrjósemi afleiðing „siðmenningar“ eins og sýnir sig í efnavæðingu
lífs og notkun á tilbúnum vörum þar með talda fæðuna sem við meltum.
Fyrir utan þessa þætti eru einnig þeir sem ekki  eru þekktir. Þeir
skýra 10-20% allra ófrjósemisþátta. Þetta er ófrjósemi af óþekktum
uppruna þ.e. ófrjósemi sem læknar geta ekki skýrt.

BARÁTTAN GEGN ÓFRJÓSEMI

Þegar læknirinn veit hvar ófrjósemin liggur, hversu oft hún gerist og
hvað orsakar hana byrjar hann að leita leiða til að ráða bót á henni.
Lækningar sem hjálpa til við frjósemi hvíla á þremur þáttum. Sá fyrsti
felst í því að fylgjast með tíðahring konunnar (greindur með ómsjá,
kvensjúkdómarannsóknum og greiningu á starfsemi kynhormóna í
líkamsstarfsemi konunnar) með það að markmiði að fá vísbendingu um
tímann þegar hjúskaparfar hefur bestu líkur á því að geta barn. Að
sjálfsögðu er hægt að „stýra“ tíðahring konunnar með lyfjagjöf þ.e.
örva egglos með því að gefa svokölluð „viðbótarlyf“ á öðrum hring
eftir egglos. Þetta er algerlega náttúruleg aðferð þar sem lyfin eru
til hjálpar. Þessi aðferð hefur einnig hlotið samþykki naprótæknilækna
og hefur ekki í för með sér nein siðferðileg vandamál. Öll hjón sem
eiga við ófrjósemi að stríða óska sér svo sannarlega þess konar
aðferð. Lækningar sem hjálpa til við frjósemi gengur lengra en þetta.

Til viðbótar því að gera athuganir og aðferðir sem að ofan greinir
koma þær með gervifrjóvgun í staðinn fyrir hjúskaparfar sem á sér stað
í næði og með innilegu sambandi innan veggja heimilisins. Þessi aðferð
felst í því að setja sæði karlmanns í leghálsinn eða eggrúmið
(innanlegs sæðing) eða beint í eggleiðarann. Það er augljóst að þessi
aðferð gefur kost á því að sæði annars manns en eiginmannsins er hægt
að nota. Þetta er nákvæmlega það sem hjálparlækningar við ófrjósemi
gera. Sæðisgjafinn er venjulega karlmaður undir 35 aldri sem er að því
að talið er heilbrigður (að sjálfsögðu er ekki hægt að skima hann í
leit að öllum sjúkdómum) og hefur nauðsynlegt sæðismagn. Þrisvar eða
fjórum sinnum í mánuði lítur hann við á læknastöð og þykist vera að
leita sér lækningar við ófrjósemi og þar gefur hann sæðisprufu sem
hann, beint út sagt, fær greitt fyrir. Þessi síðari aðferð fær ekki
samþykki allra og er vissulega siðferðilega röng.

Þriðja aðferðin sem getnaðarlækningar bjóða upp á í dag er sú sem er
umdeilanlegust. Hún felst í svokallaðri ólíkamlegri (eða utan
líkamans) frjóvgun sem kölluð er in vitro aðferð (glasafrjóvgun).

TÆKNILEGAR AÐFERÐIR GLASAFRJÓVGUNAR

Hvernig fer glasafrjóvgun fram? Fyrst fara hjónin í gegnum stutta
sjúkdómsgreiningu (2-3 klukkustundir) sem felst í viðtölum,
kvensjúkdómararannsóknum, ómskoðun og greiningu á hormónastarfsemi.
Því næst kemur úrskurðurinn: „Til að getað hjálpað ykkur verðum við að
grípa til ólíkamlegrar frjóvgunar að öðrum kosti verður hjálp okkar
gagnslaus.“

Ég fer ekki í nokkrum vafa um það að glasafrjóvganir í dag eru
gróflega misnotaðar. Í allt of mörgum tilfella hafa getnaðarlækningar
þær forsendur til að byrja með að þungun þurfi ekki að eiga sér stað
með náttúrlegum hætti og því sé best að stefna að glasafrjóvgun og fá
árangur á eins stuttum tíma og hægt er. Og því er það að mörg þessara
hjóna sem hafa óljósa hugmynd um ástæður slíks tilboðs, eða vita ekki
um aðra möguleika, samþykkja einfaldlega glasafrjóvgun.

Hvað gerist næst? Eftir að hafa rannsakað mælistærð sæðisfrumanna hafa
læknarnir í höndum útprentun á niðurstöðunum. Sæðið er því næst sett í
útungunarvél þar sem það er geymt við sérstakar aðstæður. Þegar hjónin
hafa gefið samþykki sitt að halda áfram glasafrjóvguninni er sæðið
sett í frystingu þ.e. það er fryst í fljótandi köfnunarefni við -193°
C. Þar með er hlutverki karlmannsins lokið. Hann gæti þess vegna farið
hinum megin á hnöttinn og snúið aftur 2 eða 3 árum seinna og heyrt
barnið sitt segja við móður sína: „Mamma, er það rétt að þessi maður
er faðir minn?“ Að sjálfsögðu er hægt að nota fersk sæði við
glasafrjóvgun. En allt of oft eru sæði notuð sem hafa hlotið
nákvæmlega slíka meðferð þ.e. frystingu og þíðingu.

En konan verður að fara í gegnum tvö þrep í
glasafrjóvgunarmeðferðinni. Það fyrra er lyfjafræðilegs eðlis þar sem
konan tekur daglega skammta af lyfjum til að örva eggjastokkana og
þroska eggbúin sem síðan eru undir stöðugri gæslu. Þekkt sem
blöðrueggbú (Graffian follicles) eru þau lögun eða belgir eggstokkanna
sem geyma þroskuð egg. Í náttúrlegum tíðahring kemur eitt slíkt
blöðrueggbú. Við glasafrjóvgun verður að hafa fleiri þar sem fleiri
eggfrumur eru nauðsynlegar. Þessi lyfjameðferð tekur 10 til 14 daga.
Síðara þrepið felur í sér handvirka eða tæknilega hagræðingu. Þegar
prófanir gefa til kynna að rétti tíminn sé kominn stingur læknirinn
(með aðstoð USG) nál í gegnum leggöngin og inn í báða eggjakirtlana,
stingur gat á eggbúin og dregur út innihald þeirra.

Rannsóknarsérfræðingur finnur síðan eggfrumurnar í vökva eggbúanna.
Frumurnar verða ávallt að vera fleiri en ein. Að öðrum kosti mun
meðferðin ekki skila tilætluðum árangri. Þessar eggfrumur eru síðan
sameinaðar sæðinu. Sæðisfrumurnar eru þíddar (hluti þeirra er ónýtur
en þær voru í upphafi í milljóna tali þannig að stór hluti þeirra eru
lifandi og kvikur) eða að ferskt sæði er notað. Við sígilda
glasafrjóvgun eru eggfrumurnar innsettar undir smásjá á petrískál sem
geymir sæðisauðgandi næringu. Þannig mun ein sæðisfruma álpast á eina
eggfrumu annað sæði á aðra eggfrumu og svo framvegis. Þessi aðferð
líkir að vissu leyti eftir því sem gerist í náttúrunni. Önnur nýrri
aðferð er gerð með svokallaðri míkróhagræðingu þ.e. smásjárfrjóvgun –
innspýtingu á sæði inn í eggfrumuna (skammstafað ICSI). Þetta er ekki
ný in vitro aðferð en í nýlegum aðferðum hefur hún orðið
óaðskiljanlegur þáttur glasafrjóvgunar.

Því næst eru þessir fósturvísar, sem eru árangur þess að sameina
eggfrumuna sæðisfrumunni, fjarlægðir eftir viðeigandi leiðum í
útungunarvél. Frávik hita upp á ± 0.1° í útungunarvélinni hefur þær
afleiðingar að fósturvísarnir deyja. Þeir hætta einfaldlega að
þroskast. Og hér vil ég koma á framfæri athugasemdum mínum: jafnvel
þótt við vildum koma fram með það sem fjölmiðlar kalla „kaþólska“ in
vitro aðferð þá yrði það einfaldlega ekki hægt þar sem þau tæki og tól
sem við höfum eru ekki áreiðanleg. Rafmagnsleysi, minnsta bilun í
tækjakosti eða smávægileg mistök starfsmanns valda því að allar þær
mannverur sem við höfum með tilbúnum hætti gefið líf deyja
einfaldlega. Þannig er ekki nokkur leið að framkvæma glasafrjóvganir
án þess að eiga á hættu á deyða mannveru.

HVERNIG MANNVERUR ERU MEÐHÖNDLAÐAR Á FYRSTU DÖGUM TILVERU SINNAR

Hvað verður um hina nýju mannveru eftir að hún er getinn á petrískál í
rannsóknarstofu? Fyrstu 24 tímana eru þessar mannverur undir nákvæmu
eftirliti og einhver sem þekkingu hefur á þessum málum lýsir yfir að
frjóvgun hafi átt sér stað.“ Næstu 24 tíma þ.e. 48 stundum eftir
sameiningu sæðis- og eggfrumunnar verður hinn mennski fósturvísir
fjögurra fruma lífvera. Tvær skiptingar hafa átt sér stað og fjórar
frumur orðnar til. Fósturvísisfrumur eru kallaðar kímfrumur. Á þriðja
tímabilinu þ.e. eftir 73 tíma er hinn mennski fósturvísir samansettur
af 8 frumum – 8 kímfrumum. Þegar komið er fram á 5 tímabilið er hann
orðinn kímblaðra – þroskaðra stig í þróun mannverunnar. Það er á þessu
öðru, þriðja eða fimmta 24 stunda tímabili að val á bestu fósturvísum
(venjulega eru þeir tveir) á sér stað. En á hvaða grundvelli? Það er
gert á grundvelli þriggja skilyrða: hversu hratt fósturvísirinn
þroskast, samhverfu frumunnar og kornótta áferð frumunnar. Val á
þessum tveimur frumum eru ekki endilega „rétt“ og allt of oft leiðir
lífið í ljós að ekki var um „rétt“ val að ræða.

Hvað verður um þá fósturvísa sem eftir eru? Þeir kalla þá afgangs
fósturvísa. Ég andmæli þessu því að hér höfum við mannverur –
„afgangs“ mannverur! Þeir eru mannverur á sínum fyrstu vaxtastigum –
fyrstu stigum þroska síns. En í uppgerð sinni og til að sýnast stunda
gott siðferði bjóða frjósemislækningar jafnframt upp á það að frysta
fósturvísa. Það er jafnvel til tölvuforrit sem leiðir þig í gegnum öll
stig frystigeymslunnar. Hægt er að varðveita mannveru í mörg ár við
hitastig fljótandi köfnunarefnis. En tímalengd geymslunnar er ekki
mikilvæg. Það sem er mikilvægt er frystingin og síðan bráðnunin. Í
flestum tilfella lifir fósturvísinn ekki það af að vera frystur og
síðan bræddur. Í flestum tilfellum deyr hann einfaldlega. Þú gætir
borið þetta saman við að þurfa skyndilega að hlaupa maraþon (þ.e. að
vera frystur) og síðan annað maraþon (þ.e. að vera bræddur). Gerið
ykkur í hugarlund að hlaupa meir en 42 kílómetra án þess að hafa
þjálfað sig undir það. Ekki er að furða að 70-90% af mennskum
fósturvísum deyja eftir að hafa verið í frystigeymslu.

Þegar hinir 2 fósturvísar hafa verið valdir hefst læknirinn handa við
það sem nefnt er „fósturfærsla“ – fósturvísarnir eru settir upp í
legið til að festast þar. Að því loknu fer konan heim til sín, tekur
lyfin sín og gerir þungunarpróf með þvag- og blóðprufu eftir 14 daga.
Því næst hringir hún í lækninn sem framkvæmdi hina ólíkamlegu frjóvgun
og segir annað hvort fagnandi að hún hefði heppnast eða klökkri röddu
að hún hefði misheppnast. Ef það síðarnefnda er raunin koma hinir
frystu fósturvísar upp í huga læknisins. En í þetta skipti er engin
nauðsyn á að valda eða örva egglos eða að endurtaka lyfjameðferðina
eða að stinga gat á eggbúið eða að sameina egg- og sæðisfrumurnar. Það
eina sem þarf að gera er að undirbúa konuna líkamlega og koma hinum
fyrrum frosnu fósturvísum fyrir á réttum tíma í tíðahringnum.

Einungis má fósturfæra lifandi fósturvísa en þegar sjúklingurinn kemur
í færsluna og þú þíðir hýðið sem geymir fósturvísanna kemstu að raun
um að báðir fósturvísarnir eru dauðir. Þannig að þú tekur annað hýði
og finnur að annar fósturvísirinn er lifandi en hinn dauður. Þú setur
þá hinn lifandi fósturvísi í legið. En allir frystu fósturvísarnir
voru lifandi mannverur! Þetta er dæmigerð framkvæmd á in vitro aðgerð.
Takið eftir að þegar fyrrum frosin sæði eru innsett er árangurinn
miðað við „ferskt“ sæði í glasafrjóvgunarmeðferðinni afar lítill – í
þessu tilfelli er árangur skilinn sem fæðing heilbrigðs barns.

NAUÐSYN Á DRÁPI Í IN VITRO MEÐFERÐ

Í frjósemislækningum óttumst við tvenns konar aukaverkanir. Önnur er
eggjastokkaoförvunarheilkenni og hin er fjölburðaþunganir.
Eggjastokkaoförvunarheilkennið (skammstafað OHSS) er aukaverkun sem
einungis kemur upp þegar aðgerðin heppnast og sjúklingurinn verður
þungaður. Og það er ógæfan. Meðgangan heldur áfram, þú getur heyrt
hjarta barnsins í leginu slá. Þú getur þegar séð barnið í ómsjá. En þá
stækkar eggjakerfi konunnar, belgir (stórir eða smáir) myndast hið
innra, vökvi safnast í kviðarholinu og öðrum holum líkamans (lífholi
og gollurshúsi), röskun verður á vökvajafnvægi og hvítum blóðkornum
fækkar auk þess að vart verður við blæðingar ýmis konar. Allt ógnar
þetta lífi og heilsu konunnar.

Hver af þessum þáttum geta orsakað OHSS. Naprótæknilæknir sem gefur
lyf til að örva egglos verður að vera búinn undir það að eiga við
einkennin. En sjúkdómseinkennin koma hundrað þúsund sinnum oftar fyrir
við glasafrjóvgun. Hvers vegna?Vegna þess að meðferðin miðast við það
að rækta óvenjumikið af eggjabúum allt á sama tíma. Ef
glasafrjóvgunarmeðferðin miðaðist við eitt eggbú með einni eggfrumu þá
yrði möguleiki á árangri minni en 5% en kostnaður við meðferðina yrði
hinn sami. Í dag keppast glasafrjóvgunarstofur um sjúklinga. En til að
geta barist um sjúklinga verða þeir að sýna fram á betri árangur en
5%. Bestu glasafrjóvgunarstofur í dag ná 40-45% árangri með einni
ólíkamlegri frjóvgun. Til eru stofur sem sýna 10% árangur. En við
ríkjandi samkeppni getur engin stofa farið undir 10% árangur. Á
síðasta ári var meðalárangur í Evrópu um það bil 28%. Til að ná þessu
marki (28%) verður örvunin af völdum lyfjagjafar að gefa af sér 6 til
12 eða fleiri egg. Þess vegna verður læknirinn að gefa stóra skammta
af lyfjum en það veldur eggjastokkaoförvun í eggjakerfinu.
Fjölburðaþunganir eru hin aukaverkunin. Tölfræðilega séð hefur það
verið sannað að áður en valdir eru 2 bestu fósturvísarnir verðum við
að hafa 6 til 8 af þeim við höndina. Með færri en 6 fósturvísa (til
dæmis ef við veljum bestu tvo fósturvísa af þremur) er möguleiki á
jákvæðum árangri talsvert minni. Ef hins vegar tala fósturvísa fer
yfir 8 er engin samsvarandi aukning í árangri. Þannig hafa
tölfræðilegar rannsóknir sýnt fram á að ákjósanleg tala fósturvísa sem
valið er úr sé á bilinu 6 til 8.

Tölfræðin hefur einnig sannað að 2 sé ákjósanleg tala fósturvísa sem
setja á í móðurlífið. Þegar einungis einum fósturvísi er komið fyrir
eru möguleikar á árangri minni. Þegar tveimur er komið fyrir eru
möguleikarnir bestir. Ef 3 til 4 eða jafnvel 5 er komið fyrir verður
árangurinn enn betri. En það hefur einnig í för með sér hættuna á
fjölburðaþungunum. Jafnvel þegar tveimur fósturvísum er komið fyrir er
möguleikinn á tvíburaþungun um 25%. Þegar þremur fósturvísum er komið
fyrir fer möguleikinn á tvíburaþungun yfir 35%. Það segir sig sjálft
að þríburaþungun getur einnig átt sér stað.

Hvers vegna ættum við að óttast fjölburðaþungun? Ástæðan er afar
einföld. Guð gerði okkur kleift að bera einn barnsþunga. 99.9% kvenna
bera einn barnsþunga. Tvíburaþunganir – eða fjölburaþunganir – eiga
ávallt á hættu að enda áður en kemur að fæðingu. Pípuhol móðurlífsins
er ekki í stakk búið að bera aukna þyngd barnanna. Vöðvaþráðunum er
ofgert þar sem þeir eru þandir til hins ýtrasta. Þetta veldur
fósturláti eða fyrirburafæðingu þ.e. þungun endar áður en komið er að
tilsettum tíma og barnið getur ekki lifað án aðstoðar. Afleiðingin
verður sú að það deyr brátt. Fyrirburafæðing getur einnig valdið því
að barnið fæðist andvana. Fyrirburður, lítil líkamleg þyngd við
fæðingu, minna ónæmi og tíðar sýkingar – þetta eru algengustu þættir
burðarmálsdauða. Eða með öðrum orðum fjölburðaþungun er almennt mun
flóknari þungun sem eykur á hættuna á dauða rétt fyrir eða eftir
fæðingu. Sé litið á þetta frá annarri hlið er hún alger ósigur fyrir
frjósemislækningar.

Setjið ykkur þetta fyrir hugskotssjónir: Hjón setjast niður með lækni
sínum í fimmta skipti. „Við höfum þegar komið fjórum sinnum,“ segja
þau við hann. „Fjórum sinnum höfum við leitað eftir glasafrjóvgun sem
engan árangur hefur borið. Þetta er okkar fimmta og síðasta heimsókn.
Við höfum nú þegar eytt 100.000 PLN (pólskt zlotý), unnið sleitulaust
í 2 ár, ekki tekið nein frí – allt gert í því skyni að fá lækningu til
að geta alið barn.“ Þetta er sagt með ekki og tár falla. En fyrir
hendi er einnig gríðarmikil einbeitni! Læknirinn er metnaðargjarn.
Hann er vandanum vaxinn. Loksins eftir að hafa endurtekið alla
meðferðina á ný hefur hann 4 fósturvísa undir smásjánni. Nú þarf hann
að taka ákvörðun. Hann vill auka möguleikann á því að þungun eigi sér
stað. En hann veit að hættan er fyrir hendi að það valdi
eggjastokkaoförvun. Hann veit einnig um hættuna á fjölburðaþungun og
hvaða afleiðingar slíkar þunganir hafa. En hjónin eru staðföst og
læknirinn tekur ákvörðun: „Ég mun setja 4 fósturvísa í leggöngin.

Eftir 2 vikur hringir sjúklingurinn í hann með fréttir: „Ég fékk
jákvæða svörun.“ Glimrandi fögnuður. Hún er hamingjusamasta konan á
jörðu – um stund. Eftir aðrar 2 vikur kemur hún til læknisins og fer í
ómskoðun (USG). Eftir það fær hún að vita að eggjabúin eru fjögur,
þungunin er fjórföld. Fjórar mannverur hafa fest sig og eru að
þroskast. Hún hafði fjórum sinnum áður reynt en ekki einn einasti
fósturvísir hafði myndast. En í þetta skipti heppnaðist allt. Ég hef
séð þetta gerast. En ekki er það maðurinn sem ákvarðar þessa hluti. En
hvað gerist þá? Fyrst hafði verið gífurlegur fögnuður en nú einungis
10 vikum seinna er tár og snökt. Fósturlát! Og þá dettur okkur annað í
hug – eitthvað sem læknisfræðin gerir okkur tæknilega kleift að gera.
Við fjarlægjum tvö frjóvguð eggjabú með því að drepa tvo fósturvísa.
Nú er komið fram á 8, 9, 10 og 11 viku. Tveir fósturvísar hafa verið
drepnir og við höfum tvíburaþungun. Þungunin heldur áfram og
möguleikarnir að fæða þessi börn á tilsettum tíma aukast verulega.
Engar aukaverkanir sem gætu valdið fósturláti eða andvanafæðingu koma
fram. Þetta er það sem kallað hefur verið „niðurfærsla“ á fósturvísum,
eitt afar snjallt orð til að fela þann hræðilega veruleika að mannlegu
lífi var eytt. Að sjálfsögðu talar enginn opinberlega um þetta. En
þetta er það sem gerist.

VANDAMÁL ÞEIRRAR KYNSLÓÐAR SEM GETIN ER IN VITRO

Fyrsta in vitro barnið fæddist giftusamlega 1978. Það var einungis
fyrir 35 árum. Því má segja að tæknin sé enn mjög ung. Mörg hjón sem
fara í gegnum glasafrjóvgunarmeðferð, fá langþráða þungun og klippa á
naflastrenginn, gleyma stofnuninni sem þau voru í föstum viðskiptum
við og verða treg til að ræða um in vitro meðferðina og hvaða langtíma
áhrif hún hefur.

Því lengur sem glasafrjóvgunarmeðferðin er við líði því meiri
upplýsingar fáum við um börnin sem getin eru með þessum hætti. Komið
hefur í ljós að meðal þessara barna má merkja aukningu á
erfðafræðilegum afbrigðileika. Það er dæmigert að við sjáum þau
dragast aftur úr í þroska á skynhrifum frá öðru ári til þess fimmta.
Seinna nær þessi þroski á skynhrifum jafnvægi og börnin ná þeim sem
getin eru með náttúrlegum hætti. En hinn erfðafræðilegi afbrigðileiki
hverfur ekki. Skýrt hefur verið frá því að börn sem getin eru og
fæðast vegna glasafrjóvgunar og uppsetningu fósturvísis (IVF ET) eru í
aukinni hættu (30-40%) að hafa erfðafræðilegan galla. Og þessum
frásögnum fjölgar.

GRIMMDARLEGT VAL

Hinn sæli Jóhannes Páll II hafði ávallt þá afstöðu að vísindin ættu að
þróast sem ætti að vera í þágu hvers einasta manns, í þágu okkar
allra. En hann varaði ávallt heiminn við að þessi þróun mætti ekki
rekast á við reisn og líf hvers einasta manns. Hvernig berum við þetta
saman við glasafrjóvgunarmeðferðina?

Þar fá ekki öll börn að lifa. Í glasafrjóvgunarmeðferðinni er þetta
kallað „val“ – af 6 til 8 fósturvísum veljum við þá tvo sem við teljum
vera besta. „Líf fyrir líf.“ Þetta er það sem glasafrjóvgunin snýst
um. Við kostum kapps um að geta líf á kostnað lífs annarrar mannveru
með frystingu, „niðurfærslu“ á fósturvísum (þ.e. dráp á þessum
„umfram“ börnum sem eru að þroskast í móðurlífinu) og fósturskimun sem
læknastöðvar verða nú að bjóða upp á. Þú tekur til prufu eina frumu úr
átta fruma fósturvísi – leyst hana upp í númer, myndað litningakort
til að ákvarða erfðafræðilega samsetningu (eða allan fósturvísinn þar
sem allar frumurnar eru eins) – og ákvarðað að fósturvísinn er
gallaður, hann sé erfðafræðilega gallaður. Slíkur fósturvísir fær
örugglega ekki að lifa.

Fósturskimun gerir okkur einnig kleift að velja börnum okkar
eiginleika. 1% hjóna í Bandaríkjunum fara á læknastofur og fá
glasafrjóvgun til að geta pantað „sérhannað“ barn. Barnið verður að
bera á herðum sér þann „galla“ að það getur ekki verið ólíkt þeirri
hugmynd sem foreldrar þess hafa um það. Oftast vilja þessir foreldrar
barn af tilteknu kyni, að það hafi sérstakan augnlit, hárlit og svo
framvegis. Fósturskimun er ekki í þágu samfélagsins.

Gefa þarf orðunum sem Jóhannes Páll II mælti sérstakan gaum: „allt frá
upphafi tilveru mannsins til náttúrulegs dauða.“ Siðmenning nútímans
sýnir yfirgang á tvennum stigum lífs okkar: þegar við erum fósturvísar
og þegar við erum níræð eða þar um bil þegar við gleymum hvað við
heitum og hver við erum. Við erum öðru fólki „baggi“. Líknardráp eru
nú á næsta leiti. Ef við mætum þeim verknaði ekki af algerri festu og
segjum ákveðið „nei“ munu þau verða innleidd hér í Póllandi fyrr en
varir, alveg á sama hátt og glasafrjóvgunarmeðferðin. Fullvaxin
persóna lætur ekki hvað sem er yfir sig ganga. En fósturvísinn hefur
enga undankomuleið. Þetta litla mannsfóstur er á valdi okkar undir
smásjánni, undir valdi læknisins sem er ábyrgur fyrir því. Það sama á
við litla gráhærða manninn. Þess vegna er mikilvægt þegar við berjumst
fyrir lífi hverrar einustu mannveru á öllum stigum þroska hennar að
við sjáum okkur sjálf í þeirri mannveru og gefum Guði dýrðina en hann
er skapari lífs á jörðu.

MEÐHÖNDLUN EÐA VARNIR GEGN ÓFRJÓSEMI

Frjósemislækningar fjalla mikið um ástæður ófrjósemi og leiðir til að
meðhöndla hana. Í 99% tilfella beinst athyglin að þessu máli. En
ekkert er sagt um varnir gegn ófrjósemi. Raunar er staðreyndin sú að
þær eru að öllu leyti hunsaðar. Ég kenni ekki illu innræti um. Ég geri
ráð fyrir að fólkið, læknarnir, sem ræðir ekki þessa leið sé
einfaldlega of upptekið. En sé málið rætt á almennum nótum er
ófrjósemi „kaupsýsla“ sem gefur af sér stórfé. Það er enginn hagnaður
í því að finna varnir gegn henni eða að lækna hana. Hvaða hagnaður er
af því að ræða varnir gegn þessu hratt vaxandi vandamáli sem ófrjósemi
er?

Myndi nokkur læknir með réttu ráði koma fram í sjónvarpi og tala um
dyggð skírlífis? Hann yrði hrópaður niður! Hann væri ekki talinn með
öllum mjalla. Að mæla fyrir skírlífi á 21. öldinni! En athuganir mínar
hafa leitt í ljós að kynmök snemma á ævinni leiða til þess að fólk
hefur fjölda bólfélaga áður en það gengur í hjónaband. Kynmök snemma á
ævinni og fjöldi bólfélaga hefur oft í för með sér að fólk smitast af
kynsjúkdómum. Það þarf ekki að vera sýfilis eða lekandi. Það eru til
þúsundir annarra örvera sem á hulinn hátt og nánast einkennalaust
draga úr frjósemi karls og konu. Þær draga úr getu leghálsins að
framleiða slím en slímið er brúin sem sæðið ferðast eftir í legpípuna
og eggrásina. Ef ekkert slím myndast þá getur sæðið ekki ferðast
lengra. Þessi smit veikja einnig æxlunarkerfi karlsins. Þau taka sinn
toll af fjölda sæðisfruma og veikja hreyfigetu sæðisins.

Hvetja á til skírlífis. Raunar ættu læknar að segja við sjúklinga sína
þegar þeir koma í skoðun: „Ég sé að þú er 24 ára. Sú staðreynd að þú
sért hrein mey er alls ekki slæmt afrek. Þú ættir að vera hreykin og
klappa sjálfri þér á bakið.“ En mjög fáir af okkur segja það.

Við verðum að útrúma skaðlegum þáttum en þar eru getnaðarvarnir efst á
blaði. Við förum út í búð og kaupum pakka af sígarettum. Á pakkanum
stendur „tóbak drepur“ eða „tóbaksreykur er skaðlegur börnum“.
Getnaðarvarnarpillan geymir engar slíkar viðvaranir en hún er engu að
síður ekki hættulaus fyrir heilsu okkar eða frjósemi.

Kvensjúkdómalæknar eru allt of gjarnir á að ávísa pilluna við öllum
kvillum jafnvel þótt sjúklingurinn óski þess ekki. Einungis
lyfjafyrirtæki sem framleiða pilluna senda fulltrúa sína til
kvensjúkdómalækna. Önnur fyrirtæki senda ekki fulltrúa sína. 99% af
þeim lyfjum sem kvensjúkdómalæknar ávísa í dag eru
getnaðarvarnarpillur. Þannig ætti það ekki að koma á óvart að nánast
hver heimsókn til læknisins endar með því að hann ávísar
getnaðarvarnarlyfjum. Pillan er ávísuð alls staðar jafnvel til ungra
stúlkna nánast til að innræta þeim „menningarleiðir“ nútímans. Ég mun
leiða hjá mér krabbameinsvaldandi estrógeni. Estrógenið er
nauðsynlegt. Það er hormón – kvenhormón. En með kerfisbundinni eða
taumlausri notkun á því til langs tíma eykst hættan á
brjóstakrabbameini og að æxli myndist í eggjaleiðaranum. Það gerist
kannski ekki við 25 ára aldur heldur seinna við fimmtugs eða sextugs
aldur þegar við höfum gleymt því að við notuðum eitt sinn
getnaðarvarnarpilluna. Þessi staðreynd hefur verið sannreynd með
áreiðanlegum hætti og er hún vel þekkt á vettvangi læknisfræði og
vísinda.

Hormónagetnaðarvörn veldur ótímabærri öldrun á leghálsinum.
Sjúklingurinn eldist um eitt ár samkvæmt dagatalinu en leghálsinn um
þrjú ár. Eftir að hafa notað pilluna í 10 ár kann konan að vera þrítug
en leghálsinn er þá fimmtugur. Og þá koma upp vandamál með getnað. Þú
gætir haft heilbrigðar, sæðisfrumur, heilbrigðar eggfrumur en brúna
vantar.Þess vegna er tæknifrjóvgunin komin til – þess vegna er in
vitro komin til. En það eina sem við þurfum að gera er að leita að
öðrum aðferðum, öðrum leiðum.

En allir vita að lyfjaiðnaðurinn er gríðarlega ábatasamur iðnaður þar
sem framleiðsla getnaðarvarna er fremst í flokki. Hver vill segja
skilið við það? Mörg hundruð eða mörg þúsund einstaklinga þéna háar
upphæðir við að gera tilraunir á öðrum mönnum án þess að taka tillit
til heilsu þeirra. Það er því ekki að furða að við fáum engar
hluthægar upplýsingar frá fjölmiðlum.Nánast öll kvennatímarit birta
greinar um að „lifa við frelsi“ og að vera „frelsuð kona“. Frelsaður
frá hverju? Að deyja úr brjóstkrabbameini að 30 árum liðnum? Að flytja
svona frásagnir á ölum ljósvakans er einfaldlega glæpsamlegt. En þetta
er heimurinn sem við búum í.

Til að forðast ófrjósemi verðum við einnig að lifa heilbrigðu lífi.
Ekki þarf að dvelja lengi við það atriði. Það sem er enn mikilvægara
er að breyta því fyrirkomulagi hvenær konan verður fyrst þunguð. Við
20 ára aldur er konan heilbrigðari og frjósamari við 30 ára aldur. En
við 25 til 30 ára aldur vinnur hún hörðum höndum við að afla sér
góðrar menntunar til að tryggja sér gott starf svo að hún geti notið
þeirrar hagsældar sem sóst er eftir í dag í efnisheiminum – eiga að
lágmarki bíl, hús og svo framvegis. Og þannig blöndum við okkur með
glöðu geði við þann hluta íbúanna sem búa við ófrjósemi.

En við skulum ekki gleyma því allra mikilvægast: Guði sem er gefandi
lífs og frjósemi.  Og Heimurinn hefði ekki orðið tilhefði hann ekki
viljað það;  og ekki heldur foreldrar okkar eða við sjálf. Án hans
gætum við ekki getið börn. Við eigum að virða viðhorf hans í þessu
máli og vera samhuga honum í lífinu.

Tadeusz Wasilewski læknir
Bialystok, Póllandi

Auglýsingar
%d bloggurum líkar þetta: