Lífsvernd Myndlistakeppni á Menninganótt 2012

Laugardaginn 18. ágúst stóð Lífsvernd fyrir myndlistakeppni á Menningarnótt. Tíu verk voru skráð, þar á meðal ljósmyndir, teikningar, clip art, málverk og saumaverk, allt eftir þemanu „Mannslífið er dýrmætt.“ Milli kl. 13-17 var fólki boðið að skoða verk þessi í bás okkar á Menningarnótt (í undirgöngum byggingar að Laugavegi 32), þar sem það gat kosið um bestu verkin. Þriggja manna dómnefnd fór yfir atkvæðin, en í henni sátu Katrín Tryggvadóttir, Hildur Sigurbjörnsdóttir og Dagur Jónsson. Til að laða fólk að básnum sungum við nokkur íslensk og ensk lög um Guð og virðingu mannlegt lífs.

Um 200 manns kusu um verkin í keppninni, og reyndist vinningsverkið vera teikning eftir Kristínu Cecilsdóttur (sjá einnig heimasíðuna), en á því voru orðin:

Kannski er á fegursta stað himnaríkis engi blóma. Í hverju blómi engill sem umvefur lítið sofandi barn sem fékk ekki að fæðast. Barninu dreymir lífið sem tekið var frá því, því fegursta…Ýfir vakir, huggar, fyrirgefur, kennir og elska Móðir og Himnadrottning.

Sem verðlaun hlaut Kristín 30 þús kr. gjafakort frá Lífsvernd.

Öll tíu verkin eru í augnablikinu til sýnis í safnaðarheimili Maríukirkjunnar að Raufarseli 8 og verða síðar til sýnis í öðrum kaþólskum kirkjum víða um land til að koma skilaboðum um verðmæti mannlegs lífs á framfæri.

Hér að neðan er einnig hægt að skoða hin verkin. Kærar þakkir til allra sem tóku þátt og aðstoðuðu á annan hátt við að gera fyrstu þátttöku Lífsverndar í Menningarnótt að blessunarríkum aðburði!

Megi Guð hjálpa okkur við að efla Menning Lífsins og binda enda á fóstureyðingar á Íslandi!

———-

YFL-Iceland 2012 Banner

(2. Place)

————————————–

TAKE MY HAND

(3. Place)

frá Nila Santo

—————————

LIFE OR DEATH
frá Jared Guðni Gerhardsson

————————

NÝ TEGUND AF TÝNDUM BÖRNUM

frá Séra Dennis O´Leary

———————–

IN MANUS TUAS PATER

frá Benjamin Leduc

——————–

GUÐ SKAPAÐI MANNINN

frá April Frigge

————————

GOD’S SCALE
frá Ortrud Gessler

———————

LITLA FRAMTÍÐ

frá Kristin Cecilsdóttir

———————————-

CHOOSE LIFE

frá Ortrud Gessler

Auglýsingar
%d bloggurum líkar þetta: