Bæn fyrir öllum ófæddum börnum

Himneski Faðir, send okkur þinn Heilaga Anda, svo hann megi endurnýja kærleika okkar. Vak yfir öllum saklausu börnunum, sem í kviði móður sinnar eru, að þau megi bera ávöxt. Gef að þau fæðist ekki fyrir tímann eftir duttlungum náttúrunnar, né megi þola harðneskju og ofbeldi af manna völdum.  Megi sérhvert mannlegt líf bera kærleika þínum vitni, og styrkja hina mannlegu fjölskyldu.  Faðir, lát sérhverja manneskju, sem sköpuð er í þinni mynd, þrífast og dafna og komast til þroska þegar fram líða stundir.  Þess biðjum við fyrir Krist, Drottin okkar.  Amen.