Bæn fyrir öllum ófæddum börnum

Himneski Faðir, send okkur þinn Heilaga Anda, svo hann megi endurnýja kærleika okkar. Vak yfir öllum saklausu börnunum, sem í kviði móður sinnar eru, að þau megi bera ávöxt. Gef að þau fæðist ekki fyrir tímann eftir duttlungum náttúrunnar, né megi þola harðneskju og ofbeldi af manna völdum.  Megi sérhvert mannlegt líf bera kærleika þínum vitni, og styrkja hina mannlegu fjölskyldu.  Faðir, lát sérhverja manneskju, sem sköpuð er í þinni mynd, þrífast og dafna og komast til þroska þegar fram líða stundir.  Þess biðjum við fyrir Krist, Drottin okkar.  Amen.

Bæn um andlega ættleiðingu

Bæn um andlega ættleiðingu

Jesús, María og Jósef, ég elska ykkur svo heitt.  Ég bið ykkur að þyrma lífi þess ófædda barns, sem ég hef ættleitt andlega í dag, barni sem ógn fóstureyðingarinnar vofir yfir.  María, móðir hins ófædda, bið þú fyrir oss.  Amen.

Bæn um stöðvun fóstureyðinga

Við biðjum fyrir þeim ófæddu börnum

sem með fóstureyðingu er ætlað að láta líf sitt í þessari viku. 

Bjarga þeim frá dauða. 

Breyttu viðhorfum foreldranna og gefðu þeim nýja von,

svo að ekki komi til þessa örvæntingarfulla verknaðar. 

Teldu hughvarf þeim sem framkvæma fóstureyðingar. 

Kenndu okkur hvernig bregðast skuli

við þessum blóðsúthellingum meðal okkar.

Þess biðjum við fyrir son þinn Jesú Krist.  Amen.