Um Lífsvernd

Félagið var stofnað í apríl 2004 í safnaðarheimili Maríukirkju í Breiðholti af nokkrum kaþólskum áhugamönnnum um lífsvernd. Það er von okkar sem stöndum að félaginu, að sem flestir verði ‘Pro Life’ og að þeir sem eru ‘Pro Life’, gangi í félagið og gerist virkir í þessari baráttu. Sú barátta er ekki endilega hávær, en eitthvað sem við getum gert á hverjum degi. Í fyrsta lagi að biðja lífsverndarbænarinnar daglega. Í öðru lagi að láta aðra vita að við séum ‘Pro Life’, til dæmis vinnufélaga okkar og vini. Spyrja þá hvort þeir hafi áhuga á að ganga í ‘Pro Life’ félag. Í þriðja lagi að koma á bænastundirnar og taka þátt í því sem félagið er að reyna að gera með félagsmönnum.

Hugsjón okkar

Við trúum að ófædd börn hafi ófrávíkjanlegan rétt til lífs frá getnaði og að alls engar kringumstæður réttlæti beina fóstureyðingu.

Það eru alls engar kringumstæður sem geta réttlætt fóstureyðingu. Lífið er heilagt, án undantekninga. Það er einfaldlega alltaf rangt að deyða ófædd börn, óháð aðstæðum móðurinnar. Við getum haft samúð með móðurinni ef aðstæður hennar eru ekki góðar, en verðum að reyna að leysa vanda hennar og jafnframt þyrma lífi barnsins sem er byrjað að vaxa og dafna. Líf hefst við getnað. Það er ekki á valdi neins að ákveða eftir aldri, stærð, þyngd eða neinu öðru, hvenær manneskja er manneskja. Við verðum að virða ófrávíkjanlegan rétt barnsins til lífs, frá getnaði.

Hvað gerum við?

Við biðjum bænar daglega fyrir stöðvun fóstureyðinga:

Himneski Faðir! Við biðjum fyrir þeim ófæddu börnum sem með fóstureyðingu er ætlað að láta líf sitt í þessari viku. Bjarga þeim frá dauða. Breyttu viðhorfum foreldranna og gefðu þeim nýja von, svo að ekki komi til þessa örvæntingarfulla verknaðar. Teldu hughvarf þeim sem framkvæma fóstureyðingar. Kenndu okkur hvernig bregðast skuli við þessum blóðsúthellingum meðal okkar. Þess biðjum við fyrir son þinn Jesú Krist. Amen.

  • Við hittumst mánaðarlega í kirkju og biðjum saman, upphátt og í hljóði fyrir ófæddum börnum og stöðvun fóstureyðinga. –  Mánaðarleg bænastund:  Fyrsta mánudeg hvers mánaðar er bænastund fyrir ófæddum börnum í Maríukirkju við Raufarsel, sem er kaþólsk kirkja. Messa er lesin kl 18.30 og henni lýkur kl. 19.00.   Þá hefst bænastund fyrir ófædd börn með útstillingu altarissakramentisins. Henni lýkur kl 20
  • Litanía sem svar við fóstureyðingum og fleiri bænir
  • Víkulega bænir fyrir utan kvennadeild Landspitalsins (á þriðjudögum kl. 12:00 og kl. 18:15)
  • Við gerum það sem við getum til að vekja athygli á þessum málstað.

Að gerast félagi í Lífsvernd:
Allir eru velkomnir í félagið, kaþólskir og aðrir, sem eru sammála stefnu félagsins, og sérstaklega þeirri grundvallarhugsjón að alls engar kringumstæður réttlæti beina fóstureyðingu. Þeir sem vilja gerast félagar í Lífsvernd eða fá barmmerkið „Dýrmætir Fætur“ geta haft samband við Magnús Inga Sigmundsson í síma 586-1211, eða séra Denis O’Leary í síma 557-7420, eða fyllt út form hér.

  • Félagar fá sendar tilkynningar í tölvupósti um það sem er á döfinni.
  • Hver félagi sem bætist við styrkir félagið. Því fjölmennara sem félagið er, því öflugra er það og líklegra til árangurs.
%d bloggurum líkar þetta: