Grundvallarregla

Við teljum að ófædd börn hafi ófrávíkjanlegan rétt til lífs frá getnaði og að alls engar kringumstæður réttlæti beina fóstureyðingu.

Sumir kunna að spyrja: “En hvað ef lífi móður er ógnað af meðgöngu?”

Það er ekki rangt fyrir móður að leita sér læknishjálpar við alvarlegar aðstæður, þótt það muni leiða til fósturláts, enda er aðgerðinni þá ekki beint gegn barninu, heldur er markmiðið að bjarga lífi móðurinnar. Markmiðið með aðgerðinni má ekki vera að taka líf barnsins, né má það vera leið að markmiðinu.Til dæmis ef um væri að ræða utanlegsfóstur, teldist það ekki bein fóstureyðing ef eggjaleiðarinn með utanlegsfóstrinu væri fjarlægður. En ef aðeins fóstrinu væri eytt, teldist það vera bein fóstureyðing. Bein fóstureyðing er aldrei nauðsynleg til að bjarga lífi konu í neinu tilfelli og er í engum tilfellum réttlætanleg.

Sumir kunna að segja: “Ég er á móti fóstureyðingum, en við nauðgun verð ég að gera undantekningu”

Það eru alls engar kringumstæður sem réttlæta fóstureyðingu. Það er grundvallað á því að lífið sé heilagt. Ef það er rangt að deyða ófædd börn, þá er líka rangt að deyða ófædd börn sem eru getin í nauðgun. Ef einhverjum finnst að hið síðarnefnda sé ekki rangt, þá er hann raunverulega á þeirri skoðun að það sé ekki alltaf rangt að deyða ófædd börn.

Sumir kunna að segja: “Ég er á móti fóstureyðingum ef þær eru gerðar eftir vissan aldur”

Líf hefst við getnað. Það er ekki á valdi neins að ákvarða virði lífs eftir aldri, stærð, þyngd eða neinu öðru. Við verðum að virða ófrávíkjanlegan rétt barnsins til lífs, frá getnaði.

Nauðsynlegt er fyrir þann sem vill verða félagi í Lífsvernd að samþykkja þessa grundvallarreglu.

Ef einhver getur ekki samþykkt hana að öllu leyti, en er samt lífsverndarsinni, getur hann eða hún gerst þáttakandi í þessu starfi með því að biðja bænarinnar með okkur, bera barmmerkið eða styrkja starfið fjárhagslega. Vinsamlegast fyllið út þetta form og hakið við annan hvorn valkostinn.

%d bloggurum líkar þetta: